Helftin af heimilum með yfirdrátt

Röskur helmingur heimila í landinu virðist vera yfirdráttarlán í bókhaldi sínu. Það tæki heimilin að meðaltali 17 daga að vinna sér fyrir þeirri upphæð sem þarf til að greiða upp yfirdráttarlánin.


Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag en þar segir að miðað við 12% vexti sé meðalkostnaðurinn við yfirdráttinn 46 þúsund krónur á ári. Jafnframt kemur þar fram að meðalstaða á yfirdráttarlánum heimilanna í febrúarmánuði hafi verið 383 þúsund krónur. Hæst voru lánin jafnan í lok mánaðar, en meðal heimilið skuldaði þá 503 þúsund krónur.


Í Kjarnanum segir að það sé líklegt að flesta langi til að losna við yfirdráttinn og vaxtakostnaðinn sem honum fylgir. Því sé áhugavert að skoða hversu langan tíma þurfi að vinna fyrir upphæð sem nægir til að greiða niður yfirdráttinn: "Heimili með yfirdrátt voru að meðaltali með 455 þúsund krónur í mánaðarlegar ráðstöfunartekjur á árinu 2014. Því tekur þau því 25 daga að greiða niður meðalstöðuna (383 þúsund krónur) og 45 daga að greiða niður hæstu stöðu yfirdráttar (503 þúsund krónur)," segir á fréttavefnum.