Marentza Poulsen, sem margir þekkja sem smurbrauðsdrottningu Íslands, eigandi og rekstaraðili Klambrar Bistró á Kjarvalsstöðum heldur fast í hefðir og elskar að töfra fram sælkerarétti sem eiga við daga eins og Valentínsuardaginn og um helgina er engin undantekning á því. Í boðið verður Hygge platti þar sem boðið er uppá vöfflu með hægelduðu andalæri, súkkulaðimús með hindberjum og bleikum bubblum sem toppa máltíðina með sínum freyðandi keim.
Marentza Poulsen elskar að halda í hefðir og töfra fram ljúffenga sælkerarétti sem eiga við að hverju sinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari.
Tileinkaður þeim sem vilja gera vel við sína
„Hygge plattinn er ætlaður fyrir Valentínusardaginn, Dag elskanda 14. febrúar. Þá verðum við með rómantíska helgi sem er tileinkuð þeim sem vilja gera vel við sína,“ segir Marentza sem finnst fátt dásamlegra en gleðja gesti sína með ljúffengum réttum þar sem ástríðan og natnin hefur verið í fyrrirúmi. Þar sem konudagurinn er líka framundan næstu helgi, verður Hygge plattinn aftur á boðstólnum fyrir þá sem vilja gera vel við sína í tilefni dagsins.
Hér má sjá þennan undursamlega Hygge platta eins og Marentza hefur nefnt hann, þar sem brögðin, litirnir og áferðin gleðja auga og munn.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari