Mæðgurnar Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir og Hulda Sigurlaug Þorsteinsdóttir hafa síðustu vikur verið að undirbúa fermingardaginn hennar Huldu Sigurlaugar. Hulda er lengi búin að eiga sinn draum hvernig fermingardagurinn eigi að vera og mikil tilhlökkun fyrir stóra deginum. Hún er með ákveðið þema sem flæðir gegnum allt, daginn, fyrir skreytingar veisluna og veitingarnar sem framreiddar verða.
Náttúrulegir jarðlitir og rómantíkt með frönskum blæ
Þema veislunnar er í anda fermingastúlkunnar sem vildi náttúrulega jarðliti og sleppa öllum skærum og sterkum litum. „Þema veislunar er smá í bland hjá okkur, við vildum hafa náttúrulega liti og grænar plöntur í forgrunni. Það má segja að þetta sé smá retró, bóhó þema þar sem rómantíkin með frönsku blæ svífur yfir. Svo fengum við svo fallegar skreytingar frá Partýbúðinni og poppuðum þetta aðeins upp með rose gold blöðrulengju, blöðrum og skrauti á veisluborðið.“ Partýbúðin býður uppá heimsendingarþjónustu sem er kærkomið þegar undirbúningur stendur sem hæst þegar veislu skal halda og í mörg horn að líta.
Blöðrulengjan með rósagull lituðum blöðrum í bland við hvítar koma einstaklega vel út og skreytar með smá grænum lifandi blómum. Partýbúðin á heiðurinn á þessari lengju og býður nú uppá heimsendingarþjónustu sem er kærkomið fyrir gestgjafa að nýta sér þegar veislu skal halda./Fréttablaðið Valgarður Gíslasson.
Þurrkuð blóm og strá koma sterkt inn á móti grænu blómunum í skreytingunum. Ljósir sand og beigi litir spila aðalhlutverkið í skreytingunum og Ingibjörg gerði allar skreytingarnar sjálf í samráði við dótturina. Ingibjörg sækir innblástur sinn mikið út í náttúruna og umhverfið þegar hún er að vinna skreytingar.
Þurrkuð strá í bland með grænum plöntum koma vel út. Kortakassinn prýðir hér einföldum stíl innan um rómantískar skreytingar.
Persónulegir hlutir úr bernsku í veislunni
Ingibjörg lét prenta slatta af myndum af dótturinni á ýmsum aldri hjá Prentgram sem hún hefur sett í lítið albúm fyrir veislugesti að njóta. „Við verðum með sérskreytt borð þar sem gestabók, kortakassi ásamt skreytingum frá Huldu Sigurlaugu þegar hún var lítil munu vera í forgrunni. Þar verða til að mynda fyrstu jólaskórnir hennar sem eru pínupons og krúttlegir.“ Einnig dróg Ingibjörg fram lítinn fallega sparikjól af Huldu sem nýtur sín vel sem skraut í veislunni og rifjar upp gamlar ljúfar minningar.
Persónulega minningarhornið.
Skórnir krúttlegu af Huldu.
Fermingarkjóllinn fallegur blúndukjóll
Leitin af draumafermingarkjólnum gekk vel. „Hulda Sigurlaug var búin að vera smá óákveðin með fermingarfatnaðinn, en svo skelltum við okkur í Gallerí 17 í Smáralind og þar kolféll hún fyrir fallegum hvítum blúndukjól sem er virkilega fallegur á henni og klæðir hana vel.“ Blúndukjóllinn passar vel í þemað og er sveipaður franskri rómantík.
Mæðgurnar Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir og Hulda Sigurlaug Þorsteinsdóttir njóta þess að undirbúa veislu saman og eru afar samrýndar.
Smáréttahlaðborð og sætir bitar sem gleðja
Mæðgurnar ákváðu að bjóða uppá blandað smáréttahlaðborð þar sem fjölbreytnin ræður ríkjum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Má þar nefna kjúklingaspjót með satay sósu, litlar kjötbollur með sósu, beikonvafðar döðlur, tortilla stykki með fyllingum og tortilla sósu, tapas snittur og venjulegar snittur svo fátt nefnt. Síðan verður boðið uppá glæsilegt eftirréttahlaðborð þar sem franskar makkarónur og skrautlegir litlir kleinuhringir munu gleðja augu og munn. Það verður síðan toppað með stórglæsilegri fermingartertu. „Fermingartertuna bakar Ingibjörg og skreyti í rómantísku þeim þar sem brúnir tónar og rósagull eru í forgrunni. „Margt af veitingunum munum við sjálfar gera en eitthvað verður pantað frá veisluþjónustu.“ Einnig verður boðið uppá hina dýrlegu Hersey kossa sem merktir eru fermingarstúlkunni og kókflöskurnar munu prýða nafni hennar líka.
Glæsileg fermingartertan sem móðir fermingarstúlkunnar er búin að töfra fram og skreyta.
Fallegar servíettur sem gleðja augað.
Litlu hlutirnir gleðja augað.