Aðventan er gengin í garð og margir farnir að huga að jólamatnum. Sumum finnst erfitt að velja hvað á að vera í jólamatinn meðan aðrir halda fast í jólamatarhefðir í áranna rás. Sjöfn Þórðar heimsækir Hrefnu Sætran á heimili hennar í Skerjafirðinum að þessu tilefni og fær hana til að töfra fram ljúffengan jólamat sem einfalt er að elda með smá vandvirkni og natni. Hrefna segir að algengt sé að hún sé spurð um uppskriftir af góðri sósu sem passi með fleiri en einni tegund af villibráð, því nú á dögum þurfi fjölskyldur gjarnan að hafa fleiri en eina tegund á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Tímarnir hafa breyst og fólk sé líka meira til í að breyta út af föstum hefðum og prófa nýja rétti. Í kvöld ætlar Hrefna Sætran að elda rjúpu og hreindýr og meðlæti sem passar vel með hvoru tveggja. Einnig töfrar hún fram ómótstæðilega sósu sem kitlar bragðlaukana og gleður alla matgæðinga. Missið ekki af Hrefnu Sætran elda jólamatinn í kvöld.
Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.