Þessi ljúffengi réttur er fyrstur í heilögu þrenningu eldhúsdrottningarinnar Nigellu. Nigella segir að það sé eitthvað við bráðinn ost sem gleður líkama og sál og hér nær hún sælkerahjartanu á hæstu hæðir. Risotto með Cheddar-osti er algjört lostæti þar sem hrísgrjónin og sterkur osturinn virka svo vel saman og þetta er ekta föstudagsréttur til að njóta við kertaljós með vindur blæs fyrir utan gluggann.
Þessi réttur er algjört lostæti og þá má með sanni segja að Nigella sé drottning matar og munúðar./Ljósmyndir Nigella.
Risotto með Cheddar-osti
Fyrir 2 sem aðalréttur/ fyrir 4 sem forréttur
1x 15 ml msk. smjör
1x 15 ml msk. olía
2 stórir vorlaukar
300 g risotto-hrísgrjón
125 ml hvítvín
½ tsk Dijonsinnep
1 liter grænmetissoð
125 g Cheddar-ostur saxaður
2x 15 ml msk. saxaður ferskur graslaukur
Byrjið á því að bræða smjörið og olíuna í meðalstórri pönnu og steikið vorlaukinn þar til hann verður mjúkur. Bætið hrísgrjónunum út í og hrærið í mínútu eða svo, hækkið þá hitann og bætið víninu og sinnepinu út í, hrærið þangað til vínið hefur gufað upp. Byrjið að ausa heitu soði út í, hrærið og látið hverja ausufylli hverfa áður en þið setjið næstu út í. Hrærið og ausið þar til hrísgrjónin eru orðin al dente, u.þ.b. 18 mínútur og bætið þá ostinum út í og hrærið þangað til hann bráðnar. Takið af hitanum en haldið áfram að hræra, mokið risottoinu á upphitaða diska og sáldrið graslauknum yfir.
Berið fallega fram og njótið við kertaljós og huggulegheit.
*Allt hráefnið fæst í Bónus