Ríkinu leyfi­legt að mis­muna um­sækjanda vegna aldurs– beðinn um að koma ekki í við­tal því hann var of gamall

Ís­lenska ríkið var í gær sýknað í Héraðs­dómi Reykja­víkur af bóta­kröfu um­sækjanda um starf for­stöðu­manns við spítala. Um­sækjandanum var hafnað í ráðningar­ferlinu vegna aldurs en honum hafði verið áður sagt upp á spítalanum þegar hann var sjö­tugur en fékk tíma­bundna ráðningu sem starfs­maður á tíma­kaupi.

Spítalinn aug­lýsti síðan stöðu for­stöðu­manns og sótti við­komandi um en fékk þau skila­boð að hann yrði ekki boðaður í við­tal sökum aldurs.

Starfs­maðurinn sem hélt sömu vinnu eftir sjö­tugs­aldurinn komst að því að þegar hann var færður í tíma­kaup í stað fastra launa fékk hann um 20 til 25 prósent lægri laun en áður, fyrir sömu vinnu.

Þá setti spítalinn hann á vaktir án þess að ganga frá á­fram­haldandi ráðningu eða bætt úr launa­kjörum hans.

Því sótti hann um stöðu for­stöðu­manns sem var aug­lýst til fimm ára en maðurinn hefði þá verið orðinn 75 ára þegar starfs­skyldum hans myndi ljúka.

Dómari við Héraðs­dóm Reykja­víkur hafnaði bóta­kröfu mannsins og sagði á­kvörðun spítalans í sam­ræmi við lög og hún hafi ekki brotið gegn stjórnar­skrá eða meðal­hófs­reglu.