Alþingismaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hefur viðrað þá skoðun sína að mikilvægt sé að ríkið eignist ráðandi eignarhlut í Icelandair. Hér er galin hugmynd á ferðinni. Og það sem verra er: þingmaðurinn er ekki að grínast. Honum virðist vera fúlasta alvara með því að slá þessu fram.
Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að þetta er ekki að fara að gerast. Fram kemur í Markaði Fréttablaðsins í dag að stefnt sé að hlutafjárútboði til fagfjárfesta og almennings með það að markmiði að safna um 30 milljörðum króna í nýju hlutafé.
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú rúman hleming hlutafjár í félaginu. Vert er að hafa í huga að lífeyrissjóðirnir eru í eigu almenninngs. Fólkið í landinu -skattgreiðendur, kjósendur - eiga lífeyrissjóðinna og þannig er almenningur óbeinn hluthafi í félagi eins og Icelandair.
Það þarf því ekki ríkissjóð til að tryggja eignarhald almennings að Icelandair í framtíðinni.
Þingmaður eins og Ágúst Ólafur hlýtur að vita þetta en þykist ekki skilja það enda virðist hann hafa tröllatrú á ríkisrekstri.
Hér er því spáð að fagfjárfestar og almenningur muni kaup öll hlutabréf sem boðin verð í fyrirhuguðu útboði. Þessir þrjátíu milljarðar munu seljast eins og heitar lummur - svo fremi að búið verði að semja til fimm ára á vitrænum nótum við helstu hópa starfsfólks innan Icelandair.
Það hlýtur að takast. Og þá fer landið að rísa hjá þessu mikilvæga fyrirtæki.