Rifsþélan étur upp berjarunnana

Varla líður það sumar á Íslandi að nýir landnemar skorkvikinda geri strandhögg í gróðri landsmanna, ellegar á húð þeirra svo sem nýlegar fregnir af lúsmý herma. Einna ákafasti landneminn þetta sumarið er hins vegar rifsþéla.

Skorkvikindið a tarna er lirfa sem er svo sólgin í blöð rufsberjarunna að hún skilur þar ekkert eftir og aflaufgar runnana með öllu á tiltölulega fáum dögum. 

Erling Ólafssonskordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar metur það svo í samtali við Morgunblaðið að rifsþélan sé komin til að vera á Íslandi, en telur að hana sem enn um stundir aðeins að finna á takmörkuðu svæði hér á landi. Staðbundin láti hún þó vel til sín taka.

Hann segir að þótt hægt sé að nota hefðbundið eitur til að stemma stigu við útbreiðslu þessarar pöddu þá séu aðrar leiðir færar, svo sem að bera grænsápu á greinar runnana en hún inniheldur náttúrulegt efni. Þá sé einnig ráð að sjóða rabarbaralauf og úða soðinu yfir runnana í bland við grænsápuna, matarolíu eða jafnvel hvæitlauksvatn.