Skúrkur ársins 2016:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem hrökklaðist úr embætti forsætisráðherra í apríl sl, er að margra mati skúrkur ársins 2016.
Í áramótaþætti RÚV voru nokkrir viðmælendur beðnir að benda á skúrk ársins. Erpur Eyvindarson talaði tæpitungulaust að venju. Hann sagði:
Riddarinn á hvítu sauðkindinni, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er tvímælalaust skúrkur ársins!
Svo lýsti hann skoðun sinni í ítarlegu máli og skóf ekkert utan af.
Þessi líking er hreint ekki eins galin og virðist í fyrstu. Auðvitað stendur Sigmundur og Framsókn fyrst og fremst fyrir þjónkun við og hagsmunagæslu. Fyrir þá en gegn neytendum og skattgreiðendum.
Óhætt er að halda því fram að Sigmundur Davíð hafi ekki bætt krumpaði ímynd sína nú í lok árs þegar hann krafði RÚV um afsökunarbeiðni.
Þarna var á ferðinni vandræðalegt yfirklór manns sem hefur orðið sér til meiri skammar á árinu en nokkur annar stjórnmálamaður á Íslandi - og þótt víðar væri leitað.
Hann hefði frekar átt að biðja þjóðina afsökunar á því að segja henni ósatt, fyrir að sverta álit ríkisstjórnarinnar og landsins um allan heim, fyrir að valda úlfúð og ófriði á Alþingi og fyrir að koma á langvarandi stjórnarkreppu.
Loks hefði hann átt að biðja RÚV afsökunar á ítrekuðum atvinnurógi.