Vinur Náttfara er stjórnmálafræðingur sem hefur langa reynslu af því að rýna í skoðanakannanir vegna kosninga. Hann hefur yfirleitt séð fyrir endanleg úrslit á grundvelli þróunar í könnunum sem birst hafa 2 til 4 vikum fyrir kosningar.
Hann hefur nú treyst nokkrum vinum sínum fyrir faglegri spá sinni sem hann byggir einkum á þróun undangenginna kannana frá Gallup og Félagsvísindadeild HÍ.
Samkvæmt mati þessa fagmanns verður Sjálfstæðisflokkur stærstur með 23% fylgi og 15 þingmenn, þá Viðreisn með 17% og 12 þingmenn, Píratar og VG verða báðir með 15% og 10 þingmenn, Framsókn nær 11% og 7 þingmönnum, Samfylking fær 9% og 6 menn og BF fær 5% og nær inn 3 þingmönnum.
Gangi þessi spá fagmannsins eftir, opnast margir möguleikar á þriggja flokka ríkisstjórn - til vinstri eða hægri.