„Reykja­vík mun aldrei leysa þau vanda­mál sem þarna eru á ferðinni“

Jónas Elíasson, fyrrverandi verkfræðiprófessor, fer ansi hörðum orðum um Borgarstjórn Reykjavíkur í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar vísar hann í leiðara Moggans frá því fyrr í mánuðnum, þegar því var haldið fram að fjárhagsáætlun borgarinnar staðfesti blekkingar meirihlutans fyrir kosningar.

„Eft­ir lest­ur þess texta er ljóst að Reykja­vík mun aldrei leysa þau vanda­mál sem þarna eru á ferðinni, en hvað ætla stjórn­end­ur borg­ar­inn­ar að gera?“ spyr Jónas og bætir við: „Halda áfram að skrökva sig út úr hlut­un­um, sem er hreint glapræði, eða leita aðstoðar hjá rík­is­sjóði og skuldu­naut­um sem er það eina sem þeir geta gert?“

Að mati Jónasar eru helstu mál borg­ar­inn­ar „í hreinu rugli“ og bætir hann við að þarna sé „allt á ferðinni sem hægt er að gera rangt.“

„Stöðugur ta­prekst­ur, al­röng stefnu­mörk­un í sam­göng­um og van­hirða skóla­hús­næðis. Niðurstaða síðustu kosn­inga var í sam­ræmi við þetta, meiri­hlut­inn féll. Inn komu fram­sókn­ar­menn með löng lof­orð um breyt­ing­ar til hins betra. Staðan í dag er hins veg­ar mun verri. En þetta má víst ef maður er fram­sókn­ar­maður. Þeir hafa stjórnað íbúðalána­sjóði frá upp­hafi, en 250 millj­arða tap sem menn sjá fram á í dag er ekki þeim að kenna, nei, nei, nei.“ segir Jónas.

Jónas segir að eitthvað þurfi að gera í þessu, en segir leiðina vanfundna.

„Eng­in leið er að taka á fjár­mál­um Reykja­vík­ur meðan stjórn­end­ur borg­ar­inn­ar eru úti á þekju í mál­inu. Viss­ir mögu­leik­ar eru í sam­göngu­mál­un­um, en þær kosta erfiðar aðgerðir af hálfu lög­gjaf­ar­valds­ins, eins og nán­ar er vikið að í grein í Morg­un­blaðinu 11. októ­ber 2022: Reykja­vík úti að aka, og óþarfi að end­ur­taka það hér. En að leyfa borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur að stífla sam­göngumiðju lands­ins með glapræðispóli­tík geng­ur ekki til lengd­ar.“