Nú er aldeilis tími til að hressa upp á gluggapóstana utan á húsinu manns. En fyrst þetta - og það er mikilvægast; ef mygla og sveppir eru á viðnum skaltu hreinsa óþverrann á burt með viðurkenndum myglu- og sveppahreinsi. Mikilvægt er að láta hann sitja á í tvo til fjóra daga áður en hann er þveginn burt með hreinu vatni, en alltof margir hafa ekki biðlund í þetta stig undirbúningsins. Svo er að hreinsa að lokum viðinn vandlega með vatni og smávegis viðbót af góðum fjölhreinsi. Næst er að grípa um sköfuna, fjarlægja lausa viðarvörn eða málningu, jafnt með sköfunni og sandpappír númer 40 eða 60. Gljúpt tré og fleti þar sem málningin smitar þarf að slípa vandlega. Að svo búnu er að bera kvistalakk á bera kvisti, ella rífa þeir sér leið gegnum málninguna. Þá er bert tréð grunnað með góðri og almennri grunnolíu eða jafnvel sérvöldum grunni, ef viðurinn er illa farinn og gljúpur. Og loks er að mála, nema hvað ...