Ragnar læknir áhyggjufullur: „Verður fjórða bylgjan í boði stjórnvalda?“

„Þegar hætta steðjar að öryggi landsmanna þá er hægt að setja bráðbirgðalög. Það er réttur hvers sjálfstæðs ríkis.“

Þá þessum orðum hefst stutt hugleiðingar Ragnar Freys Ingvarsson, læknis og fyrrum umsjónarlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Bendir hann á að slíkt úrræði hafi verið notað endurtekið þegar kemur að vinnudeilum og nefnir sem dæmi lög á verkfall flugvirkja í fyrra og á hjúkrunarfræðinga sumarið 2015.

Telur Ragnar að það sé glufa á landamærum Íslands sem að skapi mikla hættu og kallar læknirinn eftir því að ríkisstjórnin bregðist við því hið snarasta.

„Sóttvarnarlæknir og lögregluyfirvöld hafa kallað eftir skýrum lagaheimildum til að takmarka hættuna á því að smit berist inn í landið. Verður fjórða bylgjan í boði stjórnvalda?“ spyr Ragnar Freyr.

Þegar hætta steðjar að öryggi landsmanna þá er hægt að setja bráðabirgðalög. Það er réttur hvers sjálfstæðs ríkis. Það...

Posted by Ragnar Freyr Ingvarsson on Föstudagur, 15. janúar 2021