Ragga Gísla segir frá „hroða­legri sögu“ af Grýlunum í Eyjafirði

Tón­listar­konan Ragn­hildur Gísla­dóttir eða Ragga Gísla var gestur í út­varps­þættinumÍs­land vaknar á K100 í morgun þar sem hún rifjaði upp bæði gamla og nýja tíma.

Hún sagði kvenna­sveitina Grýlurnar hafa gert allt vit­laust á níunda ára­tugnum og sagði meðal annars frá „hroða­legri sögu“ af sveitinni sem lenti í svaðil­för sem endaði á for­síðum blaðanna á þeim tíma.

„Þetta var dá­lítið góður tími. Við vorum reyndar með alveg svaka­lega vont hljóð. Það er alveg hroða­leg saga þegar við fórum að spila í Eyja­firði. Við lentum í svaðil­för og ætluðum ekki að geta lent af því að það var svo mikill snjór en svo kom gat í smá tíma. Rótararnir voru orðnir blind­fullir þeir voru svo hræddir,“ segir Ragga.

Grýlurnar flugu á lítilli rellu þrátt fyrir að Fokker Icelandair hafi ekki flogið vegna ó­veðurs þann daginn.

„Það kom gat og við lendum og förum út í rútu. Nei – við keyrum á hest á leiðinni. Það kemur hjörð af hrossum á veginn og við keyrum á. Það þurfti að skjóta hann,“ sagði Ragga og vitnaði í þekkt lag Grýlanna þegar hún tók undir að þá hafi Sísí fyrst byrjað að fríka út.

„Við förum í fé­lags­heimilið og spilum þar og það var ó­nýtt á eftir – þetta er hroða­leg saga en þetta er raun­veru­legt,“ sagði Ragga. „Allt brotið, allar rúður, klósettin og allt ónýtt. Það kemur bara í blöðin daginn eftir: Grýlurnar eyðilögðu félagsheimilið.“

Hægt er að horfa á við­tal K100 hér.