Í tíunda þætti „Íslands og umheims“ sem er á dagskrá Hringbrautar sunnudagskvöldið 2. júní 2019, kl. 20, er rætt við Sindra Sindrason forstjóra Carbon Recycling International. Fyrirtækið sem er íslenskt er leiðandi á heimsvísu við framleiðslu á grænu metanóli úr endurnýjanlegri orku og koltvísýringi.
Metanól eða tréspíri eins og það er stundum nefnt, er notað í fjölmargar vörur í efnaiðnaði, þar á meðal plast, lím, málningu og ótalmargt annað. Það er í auknum mæli notað sem eldsneyti. Ef græn orka er notuð til framleiðslunnar telst metanólið grænt og er mun verðmeiri vara á alþjóðamörkuðum.
Fyrirtækið á og rekur verksmiðju við jarðvarmavirkjun HS Orku í Svartsengi. Metanólframleiðslan byggir á því að rafgreina vatn og framleiða þannig vetni. Síðan er vetnið kvarðað saman við koltvísýring úr útblæstri (eða mengun) orkuversins í Svartsengi. Úr verður grænt eldsneyti með vatni, raforku og útblæstri. Græna metanólið er síðan selt til Evrópu sem íblöndunarefni í bensín fyrir óbreytta bíla.
Fyrirtækið vinnur nú að þróun framleiðslu á endurnýjanlegu metanóls í Kína og í Noregi. Rætt er við Sindra forstjóra um félagið og uppbyggingarverkefni þess í Kína og Noregi.