Rækjutaco sem tryllir bragðlaukana

Taco er með vinsælustu réttunum sem boðið er uppá þessa dagana og hægt er að leika sér með brögð og hráefni sem gleðja bragðlaukana. Hér er á ferðinni sumarlegt og bráðhollt taco sem tryllir bragðlaukana með kóríandersósunni sem toppar réttinn úr smiðju Berglindar Hreiðars.

Við mælum svo sannarlega með þessum rétti á fallegum sumardegi í góðum félagsskap. Hægt er að fylgjast með matarbloggi Berglindar á síðunni Gotterí og gersemar.

M&H Raekjutaco- 3-.jpeg

Rækjutaco

Fyrir 3-4 manns

700 g risarækjur

Grillolía að eigin vali

8-10 litlar vefjur

3 avókadó

½ mangó

½ rauð paprika

½ rauðlaukur

2 msk. ferskur kóríander

Kóríandersósa (sjá uppskrift fyrir neðan)

  1. Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangs grillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
  2. Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál og útbúið sósuna.
  3. Hitið vefjurnar og setjið saman eftir hentugleika.

Kóríandersósa

1 ½ dós sýrður rjómi (270 g)

1 lime (safinn)

3 msk. saxaður kóríander

1 rifið hvítauksrif

½ tsk. salt

½ tsk. pipar

  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Berið fram á fagurlegan og skemmtilegan hátt og leyfið bragðlaukunum að njóta.

M&H Raekjutaco-2.jpeg

Litríkt og fallegt taco sem bragð er af./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.

*Allt hráefnið fæst í Bónus