Það er ekki eins og sturtuklefarnir á heimilum fólks séu lítið notaðir. Flestir þvo sér þar daglega, en þrátt fyrir allt það hreinlæti safnast upp margskonar óþrifnaður á yfirborðinu með tíð og tíma; sápuskán, kísill og útfellingar af völdum heita vatnsins. Í verstu tilvikum má greina rauðleitan og síðar svartan lit í kverkum, fúgum og lofti – og þar er þá kominn sveppagróður sem er alls enginn aufúsugestur á heimilum fólks. Margir sem þekkja þennan vanda mæla með ræstikreminu frá Þrif, en því er sprautað á þurran sturtubotninn, hliðarnar og hurðirnar og nuddað vel á allt yfirborðið með rispuhliðinni á svampinum. Eftir að hafa skolað kremið af með volgu vatni (stundum þarf að endurtaka nuddið með ræstikreminu) er ráð að sprauta íslenska undraefninu Barra 15 yfir alla fleti klefans þegar hann er orðinn hreinn, láta hann liggja í 15 mínútur eða svo og skola hann svo burt. Ef menn vilja verið vissir í þessum efnum er upplagt að sprauta Barranum aftur yfir fletina og láta einfaldlega standa þar til næst er farið í sturtu.