Einkennileg læti eru yfir frumvarpi dómsmálaráðherra um netverslun með áfengi. Þetta mál hefur hvorki með lýðheilsu né afnám einkaréttar ÁTVR á sölu áfengis að gera, hvað þá þessa COVID veiru.
Málið snýst um jafnræði þannig að þeir sem hafa íslenska kennitölu og reka netverslun sem endar á .is geti selt okkur áfengi í gegnum netið eins og þeir sem eru með netverslun sem endar .com.
Mismunun af þessu tagi stenst auðvitað ekki nokkra skoðun. Kemur mest á óvart að frjálslyndu umbótaöflin í Samfylkingunni skuli vilja mismuna fyrirtækjum eftir búsetu.
Löngu búinn að átta mig á því að allt jafnræðistal og barátta gegn mismunun á þeim bæ er bara hentistefna. Prinsipplaust fólk upp til hópa myndu einhverjir segja.