Pistlar
Sunnudagur 29. september 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Land og sauðir
Flestum finnst okkur mikil prýði að gróðri, ekki síst trjám og myndum vilja hafa mun meiri skóga á Íslandi. Auk fegurðar veita tré og skógar gott skjól fyrir köldum vindum Norður-Atlantshafsins. Ísland þyrfti að vera mun gróðursælla bæði lálendið og hálendið sem er að mestu gróðursnauð eyðimörk.
Föstudagur 27. september 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Tökum ákvarðanir fyrir fjöldann – ekki fáa
Eftir að hafa greitt fráfarandi bankastjóra Aríon 150 milljónir í starfslokasamning sagði bankinn 100 starfsmönnum upp störfum í gær. Viðbrögð fjármálakerfisins er að fara fram á skattalækkun á bankana. Þetta eru undarleg viðbrögð svo ekki sé meira sagt, svo ekki sé talað um skort á margumtalaðri samfélagsábyrgð stórfyrirtækja. Í mínum huga felst samfélagsábyrgð í því að taka ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar en ekki fárra einstaklinga. Að lækka bankaskattinn þýðir minni tekjur í ríkissjóð sem þýðir minna úr að spila til að halda uppi velferð allra. Þetta gengur þvert á þá áherslu vinnandi fólks að fyrirtæki og einstaklingar sem eru aflögufærir greiði meira til samfélagsins en aðrir minna. Það er sérstaklega kaldhæðnislegt að fara fram á lækkun bankaskattsins þegar við sjáum merki þess að atvinnulausum fjölgar – meðal annars fyrir tilstilli bankanna.
Fimmtudagur 26. september 2019
Hringbraut skrifar
Við sem samfélag skuldum þeim, þær skulda okkur ekkert
„Ef þær konur sem að sögn Borgarleikhússstjóra hafa sakað Atla Rafn leikara um kynferðislegt og kynbundið áreiti stíga ekki fram núna með sakargiftir þá var þessi Metoo bylting til lítils.“
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Ljósið í bæjarlæknum
Orkuauðlindir landsins eru í eigu landeigenda. Ríkið er stærsti eigandi en þar eftir koma sveitafélög og aðrir landeigendur svo sem bændur. Flutningskerfi raforku eru í sameign þjóðar En landsmenn sitja ekki við sama borð er kemur að flutningi á raforkunni til síns heima það fer nefnilega eftir því hvar þeir búa. En erum við að fara yfir lækinn til að nálgast vatnið?
Hringbraut skrifar
„fyrirgefið, það er bannað að vera með bíl í lausagangi“
Eins og ég hef stundum nefnt, flutti ég með fjölskyldunni – eiginkonu og fjórum fjórfættum sonum, þeir tvífættu voru allir flognir úr hreiðrinu - til Þýzkalands 1989. Stuttu eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir, keyrði ég frúna í búð, þar sem okkur vantaði eitthvað smáræði. Ég er enginn sérstakur búðarmaður, og beið því bara út í bíl. Með bílinn í gangi, eins og ég gerði á á Fróni. Svona gamall vani. Engin ástæða til að drepa á honum fyrir nokkrar mínútur. Eldri maður, vingjarnlegur og kurteis, bankaði þá lauslega í bílrúðuna hjá mér, sem ég opnaði með bros á vör. Ávarpaði hann mig með „Guten Tag“ og sagði svo þessi orð, sem eru í fyrirsögninni, auðvitað á Þýzku. Þjóðverjar þéra. „Nú er það“, svaraði ég undrandi - líka á Þýzku. Hvað var maðurinn eiginlega að fara, og, hvers konar afskiptasemi var þetta eiginlega?
Miðvikudagur 25. september 2019
Hringbraut skrifar
„foreldrar syrgja 19 ára dóttur sem hvílir í líkkistu“
Árið 2018 voru 39 lyfjatengd andlát. Það sem af er árinu 2019 eru 23 dauðsföll til skoðunar hjá Embætti landlæknis. Flestir í þessum hópi voru ungt fólk. En hver ber ábyrgð? Svarið er í raun einfalt.
Þriðjudagur 24. september 2019
Hringbraut skrifar
Hvers vegna þarf ísland tvo gjaldmiðla?
Margir telja að Ísland skari fram úr öðrum þjóðum með því að starfrækja minnsta gjaldmiðil í heimi. En annað er þó kannski öllu meira sérstakt og engin önnur þjóð getur státað af: Ísland hefur nú í fjóra áratugi starfrækt tvo gjaldmiðla.
Hringbraut skrifar
Leiðinlegast pabbi í heimi
Dóttir mín er 10 ára. Hún fær ekki að vera á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Facebook eða Instagram. Henni finnst það geðveikt fáránlegt. „Allar vinkonurnar“ hennar eru nefnilega með þetta. Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Kolefnisjafnaður kópavogsbær
Á dögunum samþykkti bæjarráð Kópavogs einróma tillögu Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar um að Kópavogsbær kolefnisjafni ferðir starfsfólks á vinnutíma, jafnt innanlands sem utan. Umhverfissviði hefur verið falið að vinna tillögur að nánari útfærslu framkvæmdarinnar, sem mun fela í sér plöntun trjáa. Í rauninni er tvöfaldur ávinningur af verkefninu, því Ísland er vistfræðilega eitt verst farna land Evrópu vegna ósjálfbærrar landnýtingar.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Þú sagðir þetta katrín
Ég hef haldið upp á þig sem stjórnmálakonu í mörg ár. Ég kaus flokkinn þinn. Það voru því mikil vonbrigði að sjá hvernig þú brást við skaðabótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ég, eins og flestir aðrir, hélt að deilan snerist einungis um fjárhæð bótanna. Ég hélt að ekki væri lengur deilt um það að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefðu orðið fyrir gífurlegu óréttlæti og grófum mannréttindabrotum. Raunar leyfi ég mér að fullyrða að flestir hafi verið á þeirri skoðun í mörg ár, jafnvel tugi ára, þótt hinn formlegi og endanlegi sýknudómur sé aðeins um árs gamall. Svo sá ég greinargerð ríkisins og ég trúði því varla hvað hún var ósvífin, smekklaus og mannfjandsamleg.
Mánudagur 23. september 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Að mæla velsæld þjóðar
Fjölmargt hefur áhrif á velsæld þjóðar, til að mynda afkoma þjóðarbúsins, ástand náttúrunnar, sjálfbærni, jöfnuður, lífsgæði og almenn velferð. En hvað er það sem skiptir okkur mestu? Hvað er okkur mikilvægast fyrir eigin lífsgæði? Hvað einkennir gott samfélag? Þegar lífsgæði þjóða eru metin er gjarnan horft til efnahagslegra þátta. Réttilega er horft til samkeppnishæfni atvinnulífsins og atvinnusköpunar, öflugt hagkerfi sé rammi utan um betri lífskjör og efnahagsleg gæði fólks og heimila. Það skapi svigrúm til að fá notið gæða og góðs lífs.