Fimmtudagur 24. október 2019
Hringbraut skrifar
Setja þarf jafnan atkvæðisrétt á dagskrá
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að atkvæðisréttur allra eigi að vera jafn. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem unnin hefur verið í tengslum við þá endurskoðun stjórnarskrárinnar sem nú fer fram.
Miðvikudagur 23. október 2019
Aníta Estíva skrifar
Pabbi var tekinn frá okkur án nokkurs fyrirvara: hann veit hver ég er en hann veit ekki hvað er að
Lífið er allskonar. Við getum ekki valið okkur hvaða veikindi banka upp á og hvað framtíðin býður okkur uppá. En við getum valið það hvernig við ætlum að takast á við það.
Þriðjudagur 22. október 2019
Hringbraut skrifar
Mikilvægt fordæmi fyrir fullvalda ríki
„Niðurstaða Efta-dómstólsins sætti ekki gagnrýni í Evrópu og stendur sem mikilvægt fordæmi um svigrúm og sjálfdæmi fullvalda ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.“
Hringbraut skrifar
Píratar eru popúlistaflokkur
Þegar fylgi fer niður í skoðanakönnunum hjá Pírötum er strax farið í herferð með ásökunum um óheiðarleika, spillingu og siðleysi annarra. Þetta er alþekkt aðferð popúlískra flokka. Kom því ekki á óvart þegar breska stórblaðið Guardian flokkaði íslenska Pírataflokkinn sem popúlistaflokk. Þar er auðvitað fremstur í flokki sá þingmaður Pírata sem hefur fengið áfellisdóm vegna brots á siðareglum Alþingis.
Mánudagur 21. október 2019
Hringbraut skrifar
Ekki voru þeir allir jafnfeitir
Það var laugardagsmorgunn. Ég leit út um svefnherbergisgluggann á reynitréð og sá að greinarnar bærðust svo ég gerði ráð fyrir því að það væri svolítil gola. En það var reyndar alls ekki svo. Feitur þröstur spókaði sig á grein og hoppaði til og frá. Blakaði svo vængjunum og flögraði á næstu grein. Sem ég neri stírurnar úr augunum sá ég annan sem hegðaði sér svipað. Ég velti því fyrir mér hvort það kæmi aldrei fyrir að greinar brotnuðu undan fuglum. Þá sá ég að það voru miklu fleiri fuglar í trénu. Þetta minnti mig á felumynd í Æskunni í gamla daga: Hvað eru margir þrestir í trénu?
Hringbraut skrifar
Þau vilja „allt eða ekkert,“ sagði forsætisráðherrann
Í nýlegu viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stjórnarskrármálin sagði hún um eitthvað á þá leið að ákveðnustu fylgjendur nýrrar stjórnarskrár væru að heimta „allt eða ekkert“. Af samhenginu mátti ráða að hún væri að tala um þá sem vilja að tillögur stjórnlagaráðs og þær efnisgreinar sem settar voru í þjóðaratkvæðagreiðsluna um árið verði grunnur nýrrar stjórnarskrár. Þau vilja „allt eða ekkert,“ sagði forsætisráðherrann.
Laugardagur 19. október 2019
Hringbraut skrifar
Báknið blómstrar
Núverandi ríkisstjórn mun á fyrstu þremur starfsárum sínum auka útgjöld um rúmlega 130 þúsund krónur á mánuði á hverja fjölskyldu. Öll munar okkur um slíkar fjárhæðir og því mikilvægt að vel sé farið með allan þennan pening. Að fjármunum sé forgangsraðað í nauðsynleg útgjöld.