Pistlar
Föstudagur 6. desember 2019
Hringbraut skrifar

Verkalýðshreyfingin málsvari þeirra sem verst standa

Í liðinni viku hafa stóru málin verið til umfjöllunar í hreyfingunni og er farið að sjá til lands í mörgum umbótamálum sem lögð var áhersla á í aðdraganda kjarasamninganna í vor þó vinnan sækist hægar en æskilegt væri. Á miðstjórnarfundi ASÍ á miðvikudaginn voru til umfjöllunar lífeyrismál og húsnæðismál og ljóst að það þarf að vanda verulega til verka og gæta þess að breytinga sem standa fyrir dyrum verði raunveruleg framfaraskref fyrir allan almenning. Inn í lífeyrismálin fléttast að sjálfsögðu almannatryggingar og því verður þetta alltaf umræða um grundvallaratriði. Hvernig nýtist samtrygging í gegnum lífeyrissjóði og almannatryggingar, hverjir njóta og hverjir borga.
Hringbraut skrifar

Hver bjó til ellilífeyrisþegann?

Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum.
Aníta Estíva skrifar

Menningarstofa en ekki markaðsfyrirtæki

Ríkisútvarpið er opinbert hlutafélag. Það er almenn regla að umsóknir um opinber störf eru birtar. Umsóknir um starf útvarpsstjóra eru þó ekki birtar. Lagareglur um opinber hlutafélög heimila hjáleið framhjá meginreglunni. Í almennum samkeppnisrekstri er meginreglan hins vegar sú að nöfn umsækjenda um stöður eru ekki birtar.
Miðvikudagur 4. desember 2019
Aníta Estíva skrifar

Ríkisstjórnin hallar sér frá evrópu að trump og johnson

Ísland á að búa sig undir að leggja vaxandi þunga á samstarf við Bandaríkin og Bretland í varnar- og öryggismálum vegna nýrrar stöðu öryggismála á Norðurslóðum. Þetta stefnumarkandi viðhorf kom fram í ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á Varðbergsfundi 21. nóvember. Hún sagði jafnframt að Ísland væri og yrði á áhrifasvæði þessara tveggja ríkja.
Þriðjudagur 3. desember 2019
Hringbraut skrifar

Lítið að marka yfirlýsingar

Svo virðist sem við fáum nýja útgáfu af stöðu þessa máls í hvert sinn sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar tjá sig um það. Fyrir tveimur mánuðum afgreiddi Alþingi lög í skyndi sem áttu að koma í veg fyrir að Ísland lenti á þessum lista. Ráðherrar lýstu því þá yfir að ekkert mætti stöðva framgang málsins enda yrði það mikið áfall að lenda á listanum.
Sunnudagur 1. desember 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Lýðræði til framtíðar

Á dögunum lögðu Píratar á Alþingi fram frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Markmið frumvarpsins er að skýra og auka getu sveitarfélaga til þess að kalla til borgarafundar annars vegar og til þess að halda íbúakosningar um einstök málefni hins vegar. Í dag segir í sveitarstjórnarlögum að óski minnst 10% þeirra sem eiga kosningarétt í sveitarfélagi eftir því að haldinn verði borgarafundur skuli sveitarstjórn verða við því svo fljótt sem unnt er. Jafnframt segir að óski minnst 20% kosningabærra eftir íbúakosningu um einstök málefni er sveitarfélagi skylt að verða við þeirri ósk eigi ári síðar en hún berst. Sveitarstjórnum er heimilt að ákveða hærra hlutfall í samþykktum sínum en þó aldrei hærra en þriðjung þeirra sem hafa kosningarétt.
Laugardagur 30. nóvember 2019
Hringbraut skrifar

Misskilningur að viðnám vg hafi veikst

Úrsögn Andrésar Inga Jónssonar alþingismanns úr VG beinir athyglinni að því hvers kyns flokkur VG er í raun og veru. Hann telur að viðnámsþróttur VG gagnvart Sjálfstæðisflokknum hafi minnkað. En er það svo í raun og veru?
Hringbraut skrifar

Ofurtollaðir túlípanar

Fréttablaðið hefur flutt fréttir á síðustu mánuðum af vonlítilli baráttu blómabúða í landinu gegn gríðarháum blómatollum. Alls skoruðu 25 blómabúðir meðal annars á stjórnvöld að lækka blómatolla. Fáránleiki núverandi regluverks hefur kristallast í máli í kringum innflutning, viðskiptahindranir og tolla á túlípönum.
Fimmtudagur 28. nóvember 2019
Hringbraut skrifar

Víðernin

Þjóð sem á fögur óbyggð víðerni ætti að gleðjast yfir þeim mikla auði. Sömuleiðis ætti hún að leggja stolt sitt í að varðveita þau víðerni. Í heimi vaxandi mengunar og hamfara er slík eign ekki sjálfsögð. Hún er ekki bara eftirsóknarverð heldur einnig ómetanleg.
Hringbraut skrifar

Óttinn við valdið

Benedikt Bogason hæstaréttardómari treystir sér ekki til að ræða sjálfur við mig um efnisatriði í máli hans gegn mér, þar sem ég var sýknaður bæði í héraði og Landsrétti. Þetta gerðist þó að Benedikt sé sérstakur valdsmaður yfir dómstólum verandi sýslumaður dómstóla, eins og það er nefnt. Dómararnir stóðust ekki að öllu leyti þann þrýsting sem af þessu stafaði, því þeir slepptu honum við að greiða mér kostnaðinn sem ég hef haft af því að verjast þessu brölti hans. Þeir sem vinna við rekstur dómsmála undra sig á þessu enda í hróplegri andstöðu við það sem tíðkast í þessu efni.