Pistlar
Fimmtudagur 23. apríl 2020
Innlendar fréttir

Brynjar fer hörðum orðum um stjórnarandstöðuna

Brynjar Níelsson segir nokkra í stjórnarandstöðunni standa uppúr í slappleika.

Miðvikudagur 22. apríl 2020
Anna Kristjáns­dóttir stödd á Tenerife skrifar

Öryggis­vörðurinn miðaði á mig byssu

Dagur 250 og dagur 38 í ein­angrun. Þeir eru byrjaðir að skjóta fólk í SuperDino.

Þriðjudagur 21. apríl 2020
Björn Bjarnason skrifar

Sigmundur Davíð blóraböggull í illdeilum pírata

Oft berast fréttir að illindum í röðum Pírata, hér birtist eitt dæmi um þau þótt Sigmundur Davíð sé sakaður um ófyrirleitnina – Pírati gerðist handlangari hans.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), formaður Miðflokksins, sendi tölvubréf til þingmanna miðvikudaginn 15. apríl. Bréfið átti ekki að birtast opinberlega en gerði það á vefsíðunni visir.is fimmtudaginn 16. apríl. Þar stóð meðal annars:

Mánudagur 20. apríl 2020
Andrea Róbertsdóttir skrifar

Að skrifa sig inn í söguna

Öll erum við á ólíkum stað á COVID-kúrfunni í leik og starfi, en eitt er víst er að sviðsmyndin í lífinu er framandi og önnur en áður var. Veiran hefur litað alla þætti lífsins og vanmáttug höfum við tekið einn dag í einu og reynt að fóta okkur í óvissu. Við höfum verið þvinguð til að skoða hversdaginn frá öðru sjónarhorni og meðvituð um stærð áskorana höfum við ekki getað annað en staðið saman. Við höfum öll verið berskjölduð og blússandi mannleg og tekist að leiða saman ólíka hópa þvert á flokka og stærðir, staðráðin í að komast í gegnum skaflana. Síðustu misserin hafa líka verið tími fyrir samfélagsrýni sem hefur varpað nýju ljósi á ýmis mál til dæmis hvað er hægt að gera ef við stöndum saman, tökum ákvarðanir og ætlum okkur eitthvað.

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar

Göngutúrinn

Rithöfundur í miðbæ Reykjavíkur, á virðulegum aldri og því nokkuð vitur og reynslumikill, hefur haft fyrir venju í áraraðir að spássera um bæinn á hverjum degi. Þar sem þetta er mikill sómamaður væri freistandi að segja að hann sé sáttur við guð og menn. Það orðalag á þó ekki nægilega vel við þar sem hann er trúleysingi og því miður fjarska stoltur af því. Sæll í guðleysi sínu er hann um leið velviljaður flestum mönnum. Þess vegna hefur hann haft fyrir sið á hinum reglulegu spássitúrum sínum um bæinn að heilsa þeim sem hann mætir, þótt hann þekki alls ekkert til þeirra. Góðan daginn, segir hinn kurteisi og dagfarsprúði rithöfundur, hátt og snjallt við ókunnuga.

Sunnudagur 19. apríl 2020
Forsíða

Sér forseti ASÍ ekki skóginn fyrir trjánum og er seðlabankastjóri í froðusnakki!?

For­seti ASÍ er bráð­vel menntuð kona, m.a. með við­skipta­fræði­próf frá HÍ, líka meistara­gráðu frá Lundi í Sví­þjóð, kann vel að teikna, auk þess, sem hún er marg­reynd á ýmsum sviðum fé­lags- og stjórn­mála, en hún var um ára­bil fram­kvæmda­stjóri Vinstri-grænna.

Miðvikudagur 15. apríl 2020
Vilhjálmur Birgisson skrifar

HAMFARIR

Það er óhætt að segja að það sé að ganga yfir almenna vinnumarkaðinn algjörar hamfarir hvað atvinnuöryggi varðar. En eins og fram hefur komið í fréttum eru um 50 þúsund manns að fullu eða hluta komnir á atvinnuleysisbætur og nánast allir starfa á hinum almenna vinnumarkaði.

Forsíða

Hvíldu í friði. Ég elska þig

Þann 15 mars 1981, dó pabbi minn. Að­eins 31 árs gamall. Hann dó frá eigin­konu og 3 litlum börnum, 8 ára, 7 ára og 1 árs.