Pistlar
Laugardagur 21. september 2019
Hringbraut skrifar
Reiðikast í reykjavíkurbréfi
Hafi það verið ætlun höfundar Reykjavíkurbréfs að breyta viðhorfi okkar skýrsluhöfunda með atlögu sinni eða leggja á annan hátt stein í götu okkar með niðrandi ummælum sínum er hann seinheppinn.
Föstudagur 20. september 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Menningu breytt með handafli
Hvað sem fjárlagafrumvarpi og fyrirhuguðum skattabreytingum líður þá er alveg ljóst að stóra baráttan næstu árin og áratugina verður sanngjörn dreifing okkar gæða. Miðstjórn ASÍ ályktaði á miðvikudaginn um fjárlagafrumvarpið undir fyrirsögninni „Sanngjarnt skattkerfi sem eykur jöfnuð og fjármagnar velferð“. Það var stór sigur í vor að fá stjórnvöld til að fallast á þriggja þrepa skattkerfi þar sem hugmyndarfræðin er að létta sköttum af þeim tekjulægstu en í staðinn hækkar skattprósentan eftir því sem þú hefur meira aflögu. Við hefðum reyndar kosið ofurteknaskatt líka og hækkun fjármagnstekna.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Algjörlega magnað stuff
Nú hafa Klúbbmennirnir svokölluðu sent forsætisráðherra bréf - eða öllu heldur – enginn annar en Valtýr nokkur Sigurðsson hefur sent Katrínu Jakobsdóttur bréf fyrir hönd klúbbmanna, umbjóðanda sinna, þar sem þeim ku ekki líka sú tilhugsun að Erla Bolladóttir fái mögulega einhverjar bætur þar sem hún er enn þá dæmd fyrir að hafa bent á Klúbbmenn þar sem hún á að hafa, ásamt föður mínum og Kristjáni Viðari, fært á téða Klúbbmenn sakir. Við þurfum greinilega að fara gaumgæfilega yfir þetta atriði og nokkur því tengd. Ef einhver þekkir til Magnúsar Leópoldssonar, Valdimars Olsen og Einars Bollasonar þá má gjarnan vísa þessum pistli til þeirra.
Fimmtudagur 19. september 2019
Hringbraut skrifar
Vg er að ná gömlu lykilstöðu framsóknar
Flokkakerfið hefur smám saman verið að breytast. Flokkarnir eru fleiri og minni. Þetta er þróun sem þekkist í flestum Evrópuríkjum. En hitt er ekki síður athyglisvert að eðli einstakra flokka og staða þeirra í litrófi stjórnmálanna er líka að breytast.
Þriðjudagur 17. september 2019
Hringbraut skrifar
Fréttin sem enginn vildi birta; ótrúlega samstaða um þöggun
15. ágúst sl. sendum við, í Jarðarvinum, eftirfarandi fréttatilkynningu á alla helztu fjölmiðla landsins:
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Neyðarkall frá skólastjórnendum hunsað
Skýrsla innri endurskoðanda um úthlutun fjárhagsramma og rekstur grunnskóla Reykjavíkur kom út í júlí. Í Reykjavík eru 34 almennir grunnskólar og 6 sem eru sjálfstætt reknir. Í skýrslunni er m.a. farið yfir vinnslu og úthlutun fjárhagsramma innan Skóla- og frístundarsviðs (SFS). Viðhaldsmál skólanna eru jafnframt til umfjöllunar. Í skýrslunni eru settar fram 24 ábendingar. Þótt deila megi um hvort skýrslan sé svört er alveg víst að lýsingar á ástandinu eru ekki fagrar og úr mörgu brýnu þarf að bæta.
Hringbraut skrifar
Misvísandi pólitík í fjárlagafrumvarpinu?
Umræða um fjárlagafrumvarpið snýst oftast nær um útgjaldahlið þess. Það sem lesa má á hinni hliðinni um stefnuna í efnahagsmálum er þó jafn mikilvægt. Pólitísku skilaboðin í frumvarpinu nú eru nokkuð óskýr og misvísandi.
Sunnudagur 15. september 2019
Hringbraut skrifar
Sonur minn er ekki á síðustu metrunum, hann er á síðustu sentímetrunum: „hann þarf hjálp“
Sonur minn er ekki á síðustu metrunum, heldur frekar síðustu sentímetrunum: „Hann þarf hjálp“ Nú er vakning! Vakning um að fræða unga einstaklinga um þá miklu hættu sem af fíkniefnefnum stafar. Og er það eitt og sér af hinu góða.
Föstudagur 13. september 2019
Hringbraut skrifar
Uppgjöf: þetta var áfall og ég er enn að reyna jafna mig
Sum verk eru ekki auðveld en þau þarf samt að vinna. Ég tók eitt slíkt að mér, að vísu óumbeðinn, en þetta verk var svo erfitt að enginn gat beðið nokkurn mann að taka það að sér. Verkið var að leiðrétta rangar skoðanir á netinu.