Pistlar
Mánudagur 18. nóvember 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Hnípin þjóð í vanda: „ekki er að sjá að aðferðum krísustjórnunar hafi verið beitt af stjórnvöldum vegna þeirrar ógnar sem steðjar að íslensku orðspori"
Haustið 1995 ákvað ríkisstjórn Íslands, að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert. Sá dagur var í fyrradag og árlega hafa stjórnvöld á þessum degi beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti hefur athygli þjóðarinnar verið beint að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Það er þarft og lofsvert því það er gömul saga og ný að tungumál okkar á í vök að verjast.
Laugardagur 16. nóvember 2019
Hringbraut skrifar
Látum hrista upp í okkur
Loftslagsmál eru ekki mitt sérsvið en ég hlusta á varnaðarorðin. Það er frekar að ég skilji plastið.
Hringbraut skrifar
Þörf á gagnsæi
Flestum var brugðið við frétt vikunnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagnaleka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þarlendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum.
Hringbraut skrifar
Heilræði til foreldra sem fremja glæp og stunda siðlaus viðskipti
Kæru foreldrar. Ég vil koma á framfæri nokkrum mikilvægum heilræðum til ykkar í ljósi tíðinda síðustu dag. Mín ráð eru eftirfarandi og ókeypis:
Föstudagur 15. nóvember 2019
Hringbraut skrifar
Uppljóstrun eða hefnd?
Eins og ég hef stundum nefnt, bjó ég og starfaði lengi erlendis. Tók þátt í og stundaði alþjóðleg viðskipti um langt skeið; reyndar í hálfa öld.Ég er einn þeirra mörgu, sem fylgdust með Kveik á þriðjudags-kvöldi, þar sem fjallað var um meinta spillingu og brot Samherja í Namibíu.Auðvitað var það óskemmtileg mynd, sem þarna var dregin upp, svo að ekki sé meira sagt, en ýmislegt kom mér þar þó kunnuglega fyrir sjónir.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Hugleiðing um samfélagslega ábyrgð
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að hlaða í pistil um Samherjamálið, en samt! Þegar þjóðin er að meðtaka afhjúpanir af spillingu, mútum og níðingshætti gagnvart fátækri þjóð standa eftir grundvallarspurningar um sjávarútveginn, okkar sameiginlegu auðlind, ábyrgð okkar innanlands og erlendis. Fyrst vil ég nefna að þolendurnir í þessu máli eru að sjálfsögðu namibíska þjóðin. Þeirra heilbrigði, menntun og lífsgæði eru fórnarkostnaðurinn, því megum við ekki gleyma.
Fimmtudagur 14. nóvember 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar
Traust er forsenda fyrir óbeinum eignarrétti í sameign þjóðarinnar
Samherjamálið hefur vakið dýpri og þyngri viðbrögð hjá fólkinu í landinu en dæmi eru um eftir hrun. Gamla spurningin er afturgengin: Létum við okkur hrunið ekki að kenningu verða? Og spurningar um margvísleg viðbrögð vakna réttilega.
Mánudagur 11. nóvember 2019
Aníta Estíva skrifar
Dauði lýðræðisins og upprisa kerfisins
„Vandinn sem við stöndum nú frammi fyrir hér á landi og víðar er að lýðræðið er hætt að virka sem skildi. Kerfið ræður.“ Þetta er tilvitnun í ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á flokkstjórnarfundi um síðustu helgi.
Sunnudagur 10. nóvember 2019
Aníta Estíva skrifar
Stundum hittir sigmundur davíð naglann á höfuðið
Stundum hittir Sigmundur Davíð naglann á höfuðið. Í umræðu í Silfrinu áðan um aðskilnað ríkis og kirkju benti hann á hvort rétt væri í leiðinni að aðskilja ríkið og RUV, eða gaf það í skyn réttara sagt.
Hringbraut skrifar
Táknmynd illskunnar
Á þessum degi, 9. nóvember, fyrir þrjátíu árum, féll Berlínarmúrinn.