Pistlar
Mánudagur 7. október 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Frístundakort upp í skuld

Til þess að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundastarf gefur Reykjavíkurborg út frístundakort. Þessi kort má nota til að niðurgreiða kostnað vegna tómstundastarfs og er 50.000 krónur. Þannig er frístundakortinu ætlað að tryggja börnum efnaminni fjölskyldna aðgang að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Upphæðin er reyndar of lág til að dekka að fullu námskeið allt að 10 vikum en sú tímalengd er eitt af skilyrðum fyrir notkun kortsins. Foreldrar greiða mismuninn, þ.e. þeir foreldrar sem það geta. Börn foreldra sem ekki geta greitt mismuninn geta ekki sótt svo dýr og löng námskeið. Hugsunin með frístundakortinu var engu að síður sú að jafna stöðu barna og gefa þeim tækifæri til íþróttaog tómstundaiðkunar óháð efnahag foreldra.
Sunnudagur 6. október 2019
Hringbraut skrifar

„það sem skiptir máli“

Í nokkur ár starfaði ég í ónefndri fataverslun. Þar átti ég frábæra tíma með yndislegu samstarfsfólki ásamt því að kynnast mörgum skemmtilegum kúnnum. Einn viðskiptavinur mun þó alltaf standa upp úr og ég mun aldrei gleyma honum. Það er eldri kona sem að gekk inn í verslunina einn daginn ásamt eiginmanni sínum og gerði hjá mér dapran og þungbæran dag að einni bestu kennslustund sem ég hef fengið. Um leið og ég var búinn að bjóða henni góðan dag fann ég að þetta var enginn venjulegur viðskiptavinur. Þau hjónin voru komin til að finna nýjar buxur en eiginmaðurinn var búinn að vera lengi rúmliggjandi á spítala og því grennst mikið. Fyrst og fremst vildu þau samt bara njóta þess að vera með hvort öðru eftir langa sjúkrahúsvist og rölta milli búða
Hringbraut skrifar

Algjörlega óásættanlegt

Það er sorglegt og dapurlegt að viðskiptabankarnir þrír hafi ekki viljað skila þeirri miklu stýrivaxtalækkun sem Seðlabankinn hefur hrint í framkvæmd eftir að lífskjarasamningurinn var undirritaður.
Föstudagur 4. október 2019
Hringbraut skrifar

Saga af góðverki á eiðistorgi og þegar sjúkraflutningamenn gerðu grín að útigangsmanni - hjálpum þeim

„Ég hef verið að fylgjast með þessum manni vegna þess að lögreglan hefur þurft að koma hingað á Eiðistorg þrisvar sinnum í þessari viku að ná í hann í annarlegu ástandi. Ég hef því miður fylgst líka með því þegar fólk hringir á lögregluna til að „hirðann“. Ég hef fylgst með honum steinsofandi á bekk og enginn athugi hvort hann sé hreinlega á lífi. Rétt í þessu gaf ég þessum manni brauð og gatorade, hver veit hvenær hann borðaði síðast.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Við þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu

Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira.
Snædís Snorradóttir skrifar

Með börnin okkar sem fyrirmyndir getum við sett glimmer plástur á samfélagið

Ég áttaði mig ekki á því fyrr en konan hans kom af salerninu og rekur upp stór augu þegar hún sér manninn sinn með einhyrningsarmband á hendinni og frozen kjól á hnénu að þarna gáfum við mæðgur fallega gjöf.
Aníta Estíva skrifar

Áhlaupið hefði tekist ef björn bjarnason hefði ekki beitt sér

Fyrr í vikunni kom út skýrsla nefndar undir forystu Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra um kosti og galla aðildar Íslands að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hér er um að ræða afar vandað og mikið verk.
Fimmtudagur 3. október 2019
Hringbraut skrifar

Sagan af því þegar ísbjörn bjargaði ömmu og hún mér

Fann þessa fallegu mynd af ömmu og afa á flandri um Facebook. Anna Jakobína og Kristinn frá Dröngum gegndu um tíma tveimur hlutverkum í lífi mínu, ég var barnabarn þeirra og svo voru þau um tíma líka foreldrar mínir. Þennan texta skrifaði ég um ömmu fyrir 13 árum síðan þegar hún gekk út af sviðinu:
Hringbraut skrifar

Neyðaróp að innan - neyðaróp vinar

Það getur verið erfitt að eignast vini, sanna vini. Ég á fullt af vinum og er heppinn að eiga þá að. Vinasamböndin eru af ýmsum toga. Allt frá því að vera \"high five\" vinur og alveg í bestu vinina sem maður treystir fyrir öllu. Einn af þeim bestu hét Hafliði Ottósson.
Hringbraut skrifar

Störfum í fiskvinnslu hefur fækkað um tæp sjö þúsund á 25 árum!

Það er þyngra en tárum taki að horfa uppá hvernig íslenskur sjávarútvegur hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar vítt og breitt um hinar dreifðu byggðir þessa lands.
Þriðjudagur 1. október 2019
Aníta Estíva skrifar

Innistæðulaus ávísun að baki skynsamlegri samgöngustefnu

Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa gert með sér sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Sáttmálinn geymir skynsamlega og hófsama stefnu um uppbyggingu mikilvægra innviða. En miðað við fimmtán ára framkvæmdatíma er lýsir sáttmálinn hins vegar ekki stórhug.
Aníta Estíva skrifar

Helför gegn litlum og fallegum fugli

Eins og allir vita, er rjúpan fallegur, skaðlaus og varnarlaus lítill fugl, sem auðgar og skreytir lífríkið. Rjúpan er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og einn einkennisfugla íslenzkrar náttúru. Flestum, sem unna dýralífi, náttúru og umhverfi, mun þykja afar vænt um þessa litlu, fallegu og friðsælu lífveru, sem prýðir og gleður með fegurð sinni og líflegu korri.
Mánudagur 30. september 2019
Hringbraut skrifar

Uppundir 50 manns sagt upp hjá ísfiksi á akranesi!

Formaður var rétt í þessu að koma af afar erfiðum starfsmannafundi sem forsvarsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Ísfisks héldu með starfsmönnum. En á þessum fundi þurfti fyrirtækið að tilkynna að öllum starfsmönnum væri sagt upp störfum frá og með mánaðamótum, en um er að ræða uppundir 50 starfsmenn.
Hringbraut skrifar

Varnir gegn fjölþátta ógnunum

Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir.
Hringbraut skrifar

Hlustaðu á lýðskrumara ljúga að þér: þetta er ástæðan af hverju fólk treystir ekki loforðum stjórnmálamanna

Sigurður Ingi Jóhannsson er afleitur stjórnmálamaður, lýðskrumari og lýgur að kjósendum til þess að ná í atkvæði fyrir hinn deyjandi Framsóknarflokk.