Pistlar
Sunnudagur 7. júlí 2019
Hringbraut skrifar

Kvennaboltinn og meg rapinoe

Eiginlega hefur verið stórkostlegt að horfa á heimsmeistaramót kvenna í fótbolta á þessu sumri. Mín vegna má RÚV hækka útvarpsgjaldið til að borga fyrir það. Meg Rapinoe, fyrirliði bandarísku kvennanna sem urðu heimsmeistarar í dag, er sannur leiðtogi sem stendur með sjálfri sér. Hún er samkynhneigð, drullar af innblásnum þrótti yfir spillta elítu Fifa, og neitar að þiggja boð Trumps forseta sem einsog vanalega reynir að klína sér yfir alla sigurvegara.
Föstudagur 5. júlí 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Að koma óorði á heila þjóð

Þriðjudagur 2. júlí 2019
Mánudagur 1. júlí 2019
Hringbraut skrifar

Konan mín er full efasemda

Við stjórnmálamenn erum alltaf að velta fyrir okkur hjá hvaða hópum í samfélaginu við njótum stuðnings. Við rýnum í tölur frá Maskinu, MMR eða hvað þetta drasl heitir allt saman og förum á taugum reglulega þegar tölur eru niður á við. Magnast þá populisminn og keppni hefst í loforðum um aukin útgjöld á kostnað skattgreiðenda, sem er ekki lengur fólk heldur tekjustofn.
Föstudagur 28. júní 2019
Hringbraut skrifar

Furðuleg sjón í laugardal: ná aldrei að vinna sig út úr áfallinu

Haustið 1997 vorum við Gunnar Níelsson æskuvinur minn ráðnir sem spinning kennarar í Vaxtarræktinni á Akureyri. Að því tilefni vorum við félagar sendir til Reykjavíkur á 4 daga námskeið í þessum fræðum sem Jónína Ben stóð fyrir. Af námskeiðinu sjálfu má segja margar sögur, t.d. hvernig líkamlegt ástand okkar félaganna var orðið eftir að sitja 8 tíma á dag á þrekhjóli í 4 daga, en best er að sleppa því.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Ríkið fær sitt eða?

Undirritaður hefur starfað sem lögmaður um árabil og hjálpað fjölda einstaklinga og fyrirtækja í skulda- og rekstrarvanda. Þegar kemur að því að semja við kröfuhafa og láta á það reyna að koma aðilum út úr vanda sínum þannig að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi þá er afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum mjög ólík eftir því hvort um einkaaðila sé að ræða eða hið opinbera.
Fimmtudagur 27. júní 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Feðraveldið vs femínisminn

Það var heldur slappt Kastljósið í gær þar sem skautað var yfir Vigdísarmálin í Ráðhúsinu á svo yfirborðslegan hátt að enginn var nokkru nær. Það er ansi hart þegar hlutlaus embættismaður í kerfinu er hundeltur svo árum skiptir af kjörnum fulltrúa sem skítnýtir sér allt sem til fellur í baráttu sinni fyrir eigin frama, jafnvel starfsmannamál innanhúss sem eiga þó að vera í skjóli frá pólitíkinni. Það er líka ansi hart þegar umræða í fjölmiðlum um eineltismál byggir á trúnaðargögnum sem gerandinn (Vigdís) hefur opinberað á samfélagsmiðli af tómri ósvífni og hefnigirni, svona rétt til að sanna að um einelti sé að ræða af hennar hálfu, og þeim sama geranda er svo einum boðið til umræðunnar en ekki fórnarlambinu. Í þættinum var þó ekkert minnst á þessa ósvífnu og eineltislegu birtingu hennar á trúnaðargögnum! (Ó, íslenskir fjölmiðlar...)