Pistlar
Fimmtudagur 8. ágúst 2019
Hringbraut skrifar

Nanna litla: oft verið skömmuð en enginn hafði slegið hana áður

Hún horfði á litlu systur sína þar sem að hún lá í fanginu á henni. Þær systur sátu í skjóli sunnan við bæjarvegginn, sólin gægðist af og til á milli skýjanna og þegar hún gerði það þá hlýjaði hún þeim systrum. Þannig var það núna, ylurinn frá sólinni færði höfga yfir þær svo að sú yngri sofnaði í fanginu á þeirri eldri.
Hringbraut skrifar

Illur púki?

Það gerist nú slag í slag að dómar falla við Mannréttindadómstól Evrópu (MDE), þar sem Hæstiréttur Íslands er talinn hafa brotið rétt á sakborningum í refsimálum. Þetta er afar slæmt og ætti raunar að hafa verið alger óþarfi. Það er vegna þess að meginreglur um réttarstöðu sakaðra manna í refsimálum eru frekar einfaldar og ættu að vera öllum fram gengnum lögfræðingum ljósar. Verkefni dómstóla í refsimálum er umfram allt að gæta þess að öll skilyrði til sakfellingar á sakborningum séu uppfyllt. Séu þau það ekki á ekki að kveða upp áfellisdóma. Svo einfalt er það.
Þriðjudagur 6. ágúst 2019
Hringbraut skrifar

Ekki vænlegt til árangurs að gera lítið úr ungum blaðamönnum

Ég sé oft á Fésbók, m.a. í þessum hópi, að fólk furðar sig eða hneykslast á orðfæri eða orðfátækt ungra blaðamanna. Það er alveg skiljanlegt - ég stend mig iðulega að því sjálfur að hrista hausinn yfir einhverju sem ég sé eða heyri í fréttum og brýtur í bága við það málfar og orðfæri sem ég þekki og ólst upp við.
Sunnudagur 4. ágúst 2019
Hringbraut skrifar

Siðlaus fórnarlömb

Komist þeir sem sjá um framkvæmd reglnanna að niðurstöðu um brot gegn siðareglunum líta þeir sem lýstir eru brotlegir á sig sem fórnarlömb.
Laugardagur 3. ágúst 2019
Hringbraut skrifar

Við minnumst hans með hlýhug

Við vorum fjórir í bílnum, ég, bræðurnir Jón og Þorsteinn og Hjalti faðir þeirra. „Stoppum hér“ sagði Jón, „ég þarf að skoða mig aðeins um.“ Við fylgdum Jóni út úr bílnum og gengum niður að gljúfurbrúninni. Allir horfðum við niður á ánna sem að rann niður í gljúfrinu. „Það er ekki þessi“ tilkynnti Jón, „það er hin.“
Mánudagur 29. júlí 2019
Hringbraut skrifar

Andskoti erum við eitthvað léleg!

Af þeim hreindýrum sem felld voru í fyrra höfðu á fjórða tug gömul skotsár. Það er ekki hátt hlutfall af heildarfjölda felldra dýra en það sýnir samt að hreindýraveiðum – eins og öllum veiðum – fylgir heiftarlegt dýraníð.
Mánudagur 22. júlí 2019
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Kveðjuræðan

Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands.