Pistlar
Fimmtudagur 29. ágúst 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Erum á svipuðum stað og brexit var fyrir nokkrum árum

Orkupakkaumræðan hefur fært umræðuna um aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins á svipaðan stað og Brexitumræðan í Bretlandi var fyrir nokkrum árum.
Miðvikudagur 28. ágúst 2019
Hringbraut skrifar

Minningargreinar sem ég átti aldrei að þurfa að skrifa

Ungur maður fannst látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni þann 21. ágúst síðastliðinn. Ég þekki þrjá sem fangelsi á Íslandi hafa murkað lífið úr. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá þeim.
Þriðjudagur 27. ágúst 2019
Hringbraut skrifar

Óttaðist um fjölskyldu sína svo að hann seldi allt og fór: hvað í ósköpunum erum við búin að gera þessu fólki?

Við vorum saman í sænskunámi, hann heitir Abdullah og hann er jafngamall mér, giftur og þau hjónin eiga fjórar dætur sem allar eru á grunnskólaaldri. Fyrir stríð bjó hann í góðri íbúð í miðborg Damaskus, hann er menntaður viðskiptafræðingur og vann sem slíkur. Á hverju ári fór fjölskyldan í ferðalag til Evrópu. Lífið var þægilegt.
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Áfangasigur fyrir moggann og miðflokkinn

Ríkisstjórnin hafði ekki þingstyrk til að leggja orkupakkamálið fram á Alþingi fyrr en utanríkisráðherra tókst að semja við andófsmenn í eigin þingflokki með nokkuð snjallri töfralausn. Ritstjórum Morgunblaðsins og forystumönnum Miðflokksins hefur ekki tekist að nota þann rúma tíma sem þeir fengu í sumar til þess að vinda ofan af þessu samkomulagi.
Fimmtudagur 22. ágúst 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Ísland tapar tækifæri

Nokkrir þingmenn reyndu á dögunum að koma höggi á Katrínu Jakobsdóttur fyrir þá sök að ríkisstjórn hennar bauð Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna í heimsókn. Þeir eru eins og fleiri ósáttir við skoðanir hans.
Miðvikudagur 21. ágúst 2019
Hringbraut skrifar

Finna þarf færa leið

Langflestir lögfræðingar sem fjallað hafa opinberlega um 3. orkupakkann álíta að ekki verði fullt hald í þeirri aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þingsályktunartillögu sinni. Þeir telja sterkastar líkur á því að fjárfestir sem hyggst tengja raforkukerfi okkar við meginlandið (Bretland er á leið út) geti fyrir dómi fengið fyrirvörum þeim hnekkt sem nú eru ráðgerðir og jafnvel fengið skaðabætur frá Íslendingum.
Þriðjudagur 20. ágúst 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Friður í sjálfstæðisflokknum á ný

Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata hafa verið öflugustu stuðningsmenn utanríkisráðherra í orkupakkamálinu.