Pistlar
Þriðjudagur 4. júní 2019
Hringbraut skrifar

Brauð og bjór í bónus?

Reglulega liggur fyrir Alþingi áfengisfrumvarp í einni eða annarri mynd sem miðar að því að auka sölu áfengis. Einnig liggur fyrir borgarstjórn tillaga Sjálfstæðismanna að borgarstjórn samþykki að hvetja Alþingi til að auka frelsi á áfengismarkaði. Ýmsar spurningar vakna þegar þessi umræða hefst eins og hvort einhverjum finnist í alvöru að drukkið sé of lítið áfengi á Íslandi eða hvort okkur finnist sala áfengis of lítil eða hvort fólki finnist áfengi ekki nógu aðgengilegt? Spyrja má einnig hvort þetta sé mál málanna, jafnvel forgangsmál hjá einhverjum stjórnmálamönnum eða flokkum? Áfengislög eru í landinu og þetta mál er fyrst og fremst málefni þingsins en ekki borgarinnar. Það væri sérkennilegt ef borgaryfirvöld ættu frumkvæði að því að ýta við þinginu um að koma áfengi í hverfisverslanir eins og tillaga Sjálfstæðismanna í borginni gengur út á. Borgin sem ber ábyrgð á að annast og mennta börnin fer varla að hvetja til aukins aðgengis að áfengi?
Hringbraut skrifar

Hann grét og ég hélt lengi utanum hann

Á meðan amma mín sat hjá mér og las mig í svefn, með silfurgrátt hárið bundið í fléttu, sjal yfir herðarnar og í kjól sem var sprunginn út í blómum og hvíslaði Ævintýraeyjunni með sinni fögru röddu lá pabbi vinkonu minnar uppi í rúmi hjá dóttur sinni og nauðgaði henni. Hann nauðgaði barninu sínu í mörg ár.
Hringbraut skrifar

„mikið hljótum við að skammast okkar“

Af hverju að fara svona með aðrar manneskjur; Ali var kominn með atvinnuleyfi sem hann fagnaði mjög, vildi standa á eigin fótum og svo strax í kjölfarið er honum vísað úr landi. Það er ekki boðlegt að fara svona með fólk.
Sunnudagur 2. júní 2019
Hringbraut skrifar

Sigrún einars: sexý sjómenn!

Með fullri virðingu fyrir öðrum starfsstéttum þá hefur sjómennska ávallt verið táknmynd karlmennskunnar í mínum augum. Hvergi á byggðu bóli er að finna meiri karlmenni en á íslenskum fiskiskipum og mér er sama hvernig sjómennirnir okkar líta út eða hversu gamlir þeir eru, það er nákvæmlega EKKERT meira sexý en sjómenn.
Hringbraut skrifar

Losaði sæði í fyrsta skipti og fékk áfall

Fjórtán ára sonur minn kom heim úr skólanum og sagðist aldrei ætla að stunda kynlíf. Fjórtán ára fósturdóttir mín kom heim úr skólanum með smokk, sagðist eiga að prófa hann. Mér fannst ég vera að missa tökin á uppeldinu, hvað var eiginlega í gangi í þessu skólakerfi?
Laugardagur 1. júní 2019
Hringbraut skrifar

Leikrit ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram nýja fjármálastefnu. Hún felur í stuttu máli í sér að ríkissjóður verði rekinn með halla á næstu árum. Hið versta er hins vegar að líkt og fyrri stefna stjórnarinnar byggist hin nýja einnig á afar ólíklegum efnahagsforsendum, og því allt eins líklegt að ríkisstjórnin verði enn og aftur að leggja fram nýja stefnu að ári.
Föstudagur 31. maí 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Til hvers er sofandi eftirlitsnefnd á alþingi?

„Enn eiga þar til bær stjórnvöld eftir að varpa ljósi á vinnubrögð Samgöngustofu í þessu máli og raunar sætir það furðu að aldrei á síðustu mánuðunum í starfsemi WOW air hafi stofnunin tekið í taumana.“ Þetta er tilvitnun í nýútkomna og einkar athyglisverða bók Stefáns Einars Stefánssonar viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins.
Hringbraut skrifar

Það sem gleymdist í lofræðu óla björns

Óli Björn Kárason gleymdi að minnast á það, í lofræðu sinni um há laun á Íslandi og nær hæstu lægstu laun hér í samanburði við önnur lönd, að Ísland er eitt dýrasta land Evrópu, hér er verðlag hærra en nokkur staðar annarstaðar. Menn eru gleymnir á sumt í landinu okkar góða.
Þriðjudagur 28. maí 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Rétt að setja fulla aðild aftur á dagskrá

Veður ræður akri. Þær aðstæður eru nú að skapast að góð og gild rök standa til þess að setja spurninguna um fulla aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Umræður um þriðja orkupakkann hafa opnað dyrnar fyrir þetta mál upp á gátt.
Sunnudagur 26. maí 2019
Hringbraut skrifar

Dómsdagur í nánd?

Forngríska skáldið Hesíódos var uppi á sjöundu öld fyrir Krist. Í ritinu Verki og dögum lýsir hann fimm tímaskeiðum fram til sinna daga, allt frá „gullöldinni“ svonefndu. Meginstefið er hnignun heimsins; hin forsögulega „gullöld“, þegar smjör draup af hverju strái, er löngu liðin. Þarna birtist kunnuglegt stef sem endurómar fram til okkar tíma. Raunar svo kröftuglega að stundum mætti ætla að dómsdagur væri í nánd.
Hringbraut skrifar

Andúð meirihlutans

Andúð borgarmeirihlutans á einkabílnum birtist í því að allt skal gert til að útiloka ökutæki frá miðbænum sama hvort þau eru vistvæn eða ekki. Þeir sem vilja aka vistvænum bílum fá enga hvatningu en eins og menn muna voru reglur um bílastæðaklukku vistvænna bíla þrengdar verulega fyrir nokkrum árum. Ekki er heldur nein hvatning fyrir þá sem eiga eða vilja eignast rafbíla. Bíll er bíll í augum þeirra sem stýra borginni sama hvernig hann er knúinn og hann er ekki velkominn í miðbæinn.