Nýtt hagkerfi?
Stjórnvöld í Evrópu og víða um heim hafa síðustu daga gert grein fyrir mestu efnahagsráðstöfunum, sem sögur herma. Víðast hvar er um sams konar aðgerðir að ræða.
Yfirleitt hafa Seðlabankar tekið forystu og ríkisstjórnir komið í kjölfarið. Hér hjá okkur hefur framgangur þessara mála verið með svipuðum hætti.
Vega peningar þyngra en mannslíf?
Erum við að verja okkar veikasta fólk? Erum við að verja okkar veikasta fólk með því að byggja upp hjarðónæmi, vitandi að fólk mun láta lífið.
Hvern fjandann er maðurinn að fara: Hver er glæpurinn!?
Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld.
Níðst á veiku fólki
Um síðastliðna helgi birtist yfirlýsing frá yfirvöldum þar sem sagði: „Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum skal lokað meðan á þessum takmörkunum stendur.“
Hvatt til refsiverðrar háttsemi?
Stjórnvöld á Íslandi hafa nú látið boð út ganga um aðgerðir vegna útbreiðslu á Covid-19 veirunni, m.a. vegna skaðlegra efnahagslegra áhrifa af henni. Verði meðal annars gripið til þess ráðs að bjóða fyrirtækjum, sem orðið hafi fyrir a.m.k. 40% tekjumissi, ríkisábyrgð á 50% nýrra lána sem fyrirtækin fái hjá viðskiptabönkunum. Sýnist þá gert ráð fyrir að bankarnir muni sjálfir bera 50% áhættu af þessum lánum, ef þeim sem lánin taka tekst ekki að endurgreiða þau.
Fyrirgefið en djöfull er ég búinn að fá uppí kok af þessu fjármálakerfi!
Hef örlítið verið að skoða hvernig vaxtabreytingar viðskiptabankanna hafa verið að skila sér til neytenda bæði hvað varðar innlán sem og útlán. Ég miða við vaxtabreytingar eftir að Seðlabankinn hóf að lækka stýrivexti sína eftir Lífskjarasamninganna, en rétt áður en þeir voru undirritaðir þá voru að stýrivextir 4,5% í dag eru þeir komnir niður í 1,75% og hafa því lækkað um 2,75%.
Stjórnmál sem við þurfum í dag
Það er alltaf tími fyrir eftirlit gagnvart þeim sem fara með vald en sá tími er mismikill. Í neyðarástandi er sá tími tvímælalaust minni en annars vegna þess að neyðarástandið krefur fólk um eins óskipta athygli og hægt er að gefa, annars væri ekki um neyðarástand að ræða.
Fólk er að deyja en Persónuvernd segir: „Við afgreiðum þetta eftir helgi“
Sú farsótt sem gengur nú yfir heiminn á enga sína líka. Hún hefur breiðst út eins og eldur í sinu og veldur ringulreið alls staðar og þjáningu og dauða. Viðbrögðin við henni eru slík að annað eins hefur aldrei sést. Lönd hafa lokað landamærum sínum, skólum hefur verið lokað og öllum samkomustöðum og víða er útgöngubann í gildi. Markaðir hafa hrunið og efnahagur landsins okkar er að kikna. Heimurinn eins og við höfum þekkt hann er horfinn og við okkur blasir ný tilvera og ógnvekjandi.
Í stofufangelsi á Tenerife: „Þetta eru skrýtnir tímar“
Þetta eru skrýtnir tímar. Spænska ríkisstjórnin hefur lýst yfir hálfgerðri einangrun þjóðarinnar næstu vikurnar og þar á meðal einnig mér. Upphaflega átti bannið að ríkja frá miðnætti á sunnudagskvöld, en í gærkvöldi var ákveðið að flýta einangruninni og tók hún gildi síðastliðið miðnætti. Ég segi hálfgerðri einangrun því hér ríkir samkomubann. Bar-Inn er lokaður, væntanlega einnig Nostalgía og Bambú sem og aðrir veitinga og skemmtistaðir. Allar aðrar verslanir en matvöruverslanir og lyfjabúðir eru lokaðar.