Siðir
Á morgun, páskadag, minnast kristnir menn um tvö þúsund ára gamalla atburða þegar Jesús, sem dáið hafði á krossinum, reis upp frá dauða sínum. Sigur lífsins er inntak þeirrar sögu sem á alltaf við en kannski sérstaklega nú þegar við glímum við tímabundna ógn sem fáu eirir og óþarft að rekja þau ósköp öll.
Læknisvottorð verða hin nýju vegabréf
Ég tel að það blasi við að þjóðir heims muni takmarka ferðalög til og frá sínum löndum, til að forðast að Kórónufaraldurinn taki sig upp aftur þegar búið verður að vinna bug á honum.
Heima
Almannavarnir hvetja þjóðina til að vera heima um þessa páska. Þessi skilaboð eru ítrekuð á hressilegan hátt í myndbandi sem slegið hefur í gegn en þar syngja söngvarar ásamt þríeykinu góða Ölmu, Víði og Þórólfi lagið Ferðumst innanhúss.
Er seðlabankastjóri að falla á fyrsta prófinu?
Í lögum um Seðlabanka Íslands, 1. gr., segir: „Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins“. Í 2. gr. segir: „Aðsetur og varnarþing Seðlabanka Íslands er í Reykjavík. Í 3. gr., sem eru sú fyrsta um markmið og tilgang bankans, segir: „Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi.“
Vesalingur sem stefnir öllu í voða
Það var sérkennileg fegurð í því að sjá æðrulaust hjúkrunarfólk streyma út úr þyrlunni á Ísafjarðarflugvelli í gær með grímur og alles, reiðubúin til að leggja á sig allt sem þarf til að liðsinna fólki í nauð.
Sækir að mér kaldur hrollur
Það sækir að mér kaldur hrollur yfir því grafalvarlega ástandi sem launafólk á íslenskum vinnumarkaði stendur nú frammi fyrir vegna Kórónufaraldursins
Þetta er trauma
Mér finnst mikilvægt að höfum það constantly í huga að það er bara allt í lagi að við eigum svolítið erfitt með að höndla ástandið í heiminum í dag.
Hvað ef við myndum bregðast við hamfarahlýnun af sama krafti?
Ert þú kannski sitjandi heima að lesa fréttir og finnst eins og að heimurinn sé að farast og að allt sé að fara á versta veg vegna COVID-19? Líður þér eins og þú getir ekki gert neitt við vandanum á meðan þú horfir á vandamálið stækka og stækka? Þannig líður mörgum vegna hamfarahlýnunar.
Manns gaman
Konungsbók Eddukvæða er gersemi og þar er geymdur gimsteinn. Í Hávamálum er að finna lífsspeki – hversdagslegar ráðleggingar og háspeki. Hávamál hafa fylgt okkur í gegnum aldir og margar af hendingunum lifað góðu lífi með þjóðinni og hún gripið til þeirra við ýmis tilefni.