Pistlar
Fimmtudagur 12. september 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Hótanir og ögranir í stjórnarsamstarfinu

Hótanir og ögranir úr röðum samstarfsflokka í ríkisstjórn eru ekki nýtt fyrirbrigði. Stundum eru þær vísbendingar um bresti í samstarfi en í annan tíma bara til marks um einhvers konar óþol.
Miðvikudagur 11. september 2019
Hringbraut skrifar

Mamma þín dó í nótt

„Mamma þín dó í nótt“. Þetta voru orðin sem ég vaknaði við þann 14. maí 2006. Þá var ég 14 ára. Eitthvað sem ég hafði lengi búist við en gat engan veginn búið mig undir var orðið að veruleika. Alltaf býst maður við þessu á morgun, ekki í dag.
Þriðjudagur 10. september 2019
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Ísland þarf sterkara pólitískt bakland

Viðbrögð kínverskra stjórnvalda við heimsókn varaforseta Bandaríkjanna eru athyglisverð. Áhugi þeirra á að Ísland tengist fjárfestingaverkefninu Belti og braut er í réttu hlutfalli við þá staðfestu Bandaríkjanna að koma í veg fyrir það.
Mánudagur 9. september 2019
Hringbraut skrifar

Engin miskunn hjá magnúsi

Félagsbústaðir hafa nýlega gert þær breytingar að skuldir sem til verða hjá leigjendum eru sendar í innheimtu til þriðja aðila. Fram til þessa hafa leigjendur getað samið um greiðsludreifingu á skrifstofu félagsins. Nú hafa Félagsbústaðir fallið frá samkomulagi um greiðsludreifingu og greiðslufresti á skrifstofu félagsins. Þetta veldur mér sem borgarfulltrúa áhyggjum. Félagsbústaðir eru í eigu borgarinnar, settir á laggirnar til að halda utan um okkar verst settu borgarbúa. Enginn leikur sér að því að standa ekki við skuldbindingar sínar. Leigjendur Félagsbústaða sem skulda leigu eru uggandi og kvíða því að þurfa að glíma við innheimtulögfræðinga í stað þess að geta samið um skuld sína við skrifstofuna. Engu máli skiptir hvort skuldin er stór eða smá. Dæmi er um að mánaðardráttur á greiðslu leiði til þess að þriðja aðila, Motus, sé falin innheimta með tilheyrandi kostnaði.
Sunnudagur 8. september 2019
Hringbraut skrifar

Ég myndi heldur ekki brosa ef ég væri hvergi velkominn

Hann var sá eini sem að tók mér heldur fálega þegar ég kom í bekkinn. Það vakti forvitni mína, ég vildi vita meira um hann svo ég nánast sat fyrir honum.
Laugardagur 7. september 2019
Hringbraut skrifar

Það fer um mann hrollur

Fyrir viku síðan, eða þann 1. september s.l., voru 80 ár liðin frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst. Um er að ræða mannskæðasta og skelfilegasta stríð mannkynssögunnar en áætlað er að 70 til 85 milljónir einstaklinga hafi farist af völdum stríðsins á árunum 1939 til 1945.
Hringbraut skrifar

Þöggun

Nú nýverið kom út bók um lögfræði eftir þrjá fyrrverandi og núverandi kennara við lagadeild Háskóla Íslands. Bókin heitir Hrunréttur. Höfundarnir eru Ása Ólafsdóttir, Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson. Bókin hefur að geyma efni um efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008. Höfundarnir skrifa um margs konar efnisþætti sem tengjast því. M.a. er kafli um dóma Hæstaréttar í málum sem áttu rót sína að rekja til hrunsins.