Nú er tími ferðalaganna hafinn og ekkert skemmtilegra en að taka með pikknikk körfuna fulla af kræsingum og ljúfmeti. Gaman er að skoða úrvalið að pikknikk körfunum sem í boði eru og eru nokkar verslanir hérlendis og erlendis sem bjóða uppá pikknikk körfur og töskur smellpassa í ferðalagið, veiðiferðina, lautarferðina eða hvaðeina sem fólki langar að gera og taka með sér huggulegt pikknikk og njóta.
Hér má sjá eina veglega pikknikk körfu í brúnum lit með fallegu brúnköflóttu áklæði sem inniheldur borðbúnað fyrir fjóra og er með gott rými fyrir nesti og kræsingar sem hugurinn girnist. á myndinni má jafnframt sjá gæða plastglös sem passa vel í pikknikk körfuna. Karfan og glösin fást hjá Bakó Ísberg. Gaman er að eiga líka pikknikk teppi sem passar við./Ljósmyndir aðsendar.
Einnig er hægt að fá ljósgráa pikknikk tösku með grilláhöldum, borðbúnaði og tauservíettum í stíl ásamt plast glösum. Fóðri er einstaklega fallegt, röndótt með bláu og hvítu litunum sem eru gjarnan táknrænir fyrir sumarið. Þessi fæst í Bakó Ísberg og má þar finna fleiri tegundir af pikknikk töskum og körfum og það nýjasta er körfur með innbyggðum kælipoka./Ljósmyndir aðsendar.
Verslunin Crate & Barell er þekkt fyrir sínar vönduðu og fallegu vörur og þar má finna þessa pikknikk tösku sem gleður augað. Hún er ljósum lit og borðbúnaðurinn í beige lit og síðan eru tauservíetturnar í bláu og hvítu og hægt er að fá teppi í stíl./Ljósmyndir aðsendar.
Gaman er að bera fram sælkera kræsingar í ferðalaginu og ákveðin stemning að vera með lítið grill meðferðis og njóta./Ljósmyndir aðsendar.
Svo er líka dásamlegt að eiga falleg bretti til að taka með og bera kræsingarnar á. Hér má sjá tvö falleg handverks eikarbretti frá Hnyðju sem er lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í nytjavöru og leikföngum úr við.