Nú er tími ferðalaganna hafinn og ekkert skemmtilegra en að taka með pikknikk körfuna fulla af kræsingum og ljúfmeti. Hildur Ingimars matar- og lífstílsbloggari hjá Trendnet töfraði fram þessar ljúffengu tortillarúllur sem eru frábærar fyrir lautarferðina eða sem nesti á ferðalögum sumarsins. Auk þess stingur hún uppá sætu kræsingum, berjum með súkkulaði sem toppa pikknikk stoppið.
„Ég notaði uppáhalds tortillurnar mínar frá Mission og fyllti þær með kalkúnaskinku, salami, tómötum, káli, pestói, Philadelphia rjómaosti og cheddar osti. Þessi blanda gerir tortillurnar stórkostlega góðar og krakkarnir elskuðu þetta líka. Svo er svo skemmtilegt að borða þetta. Ég ætla klárlega að taka þetta í nesti þegar við ferðumst í sumar. Passar líka mjög vel með ísköldu Prosecco. Ber með Milka súkkulaði er síðan fullkominn eftirréttur og tilvalið til að taka með í pikknikk Ég notaði fallegu Picknick vörurnar frá Ramba store sem ég fékk að gjöf,“ segir Hildur Rut.
Pikknikk sælkera tortillarúllur
Fyrir einn
1 original tortilla frá Mission
1-2 msk. Philadelphia rjómaostur
2 tsk. pestó með tómötum og ricotta osti frá Filippo Berio
2-3 msk. rifinn cheddar ostur
4 sneiðar þunnskorin kalkúnaskinka
3 sneiðar salami
Salatblöð
3 kirsuberjatómatar, smátt skornir
- Smyrjið tortilluna með rjómaosti. Dreifið pestóinu þvert í miðjuna á tortillunni.
- Stráið cheddar ostinum yfir allt saman.
- Dreifið kalkúnaskinkunni, salami, salatblöðum og tómötunum þvert í miðjuna.
- Rúllið tortillunni upp og skerið í litla bita.
Súkkulaðihúðuð ber
Milka mjólkursúkkulaði eftir smekk
Hvítt súkkulaði eftir smekk
Jarðaber
- Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir berin. Kælið þar til súkkulaðið hefur storknað.
Berið fram á aðlaðandi hátt fyrir auga og munn.