Omnom kynnir til leiks nýjan ísrétt, Pönduna og súkkulaðið Cookies + Cream sem á eftir að gleðja alla ísunnendur og sælkera með brögðum sínum og silkikenndri áferð. „Hugmyndin að nýjasta ísrétti Omnom varð til að á meðan við vorum að vinna að Cookies + Cream súkkulaðinu okkar, réttara sagt bjuggum við fyrst til ísréttinn og unnum svo súkkulaðið út frá því,“segir Kjartan Gíslason súkkulaðimeistarinn hjá Omnom sem nýtur sín allra best í þróa nýja ísrétti og súkkulaði sem bráðna í munni.
Cookies + Cream súkkulaði var skapað í samstarfi við Brauð & Co með himneskum súkkulaðismákökum./Myndir aðsendar.
„Cookies + Cream súkkulaðið kemur því beint úr tilraunaeldhúsi Omnom. Við leituðumst við að skapa sætt og silki mjúkt hvítt súkkulaði stykki sem við fullmótuðum síðan með aðstoð vina okkar í Brauð & co sem sköpuðu himneskar súkkulaðismákökur sem finna má aftan á súkkulaðistykkinu. Úr varð okkar nýjasta súkkulaðistykki: „Cookies + Cream.”
Ofan á hafsjó af rjómakenndu hvítu súkkulaði liggja tvær margslungnar súkkulaðismákökur búnar til af Brauð & co úr 70% Tansaníu súkkulaði. Virkilega gómsæt blanda. „Ísrétturinn okkar er sætur, silkimjúkur og endurspeglar Cookies + Cream súkkulaðið fullkomlega.“
Litapallettan í réttinum er einföld og var því bara eitt dýr sem kom til greina sem gat borið þetta á herðum sér, Pandan. Þú færð “Pönduna” og fleiri einstaka ísrétti í ísbúð Omnom, Hólmaslóð 4 (Grandi), 101 Reykjavík.
Pandan:
Súkkulaðikexkrömbl
Hvít súkkulaði-vanillusósa
Ferskur mjúkís
*Kynning