Páll Óskar radd­laus eftir átök helgarinnar: „Ég er bara með mig í bóm­ull“

Páll Óskar hélt lang­þráða af­mælis­tón­leika um helgina sem heppnuðust ein­stak­lega en hann er hálf­radd­laus eftir átök helgarinnar, sam­kvæmt við­tali Ís­land í dag á K100.

„Nú þarf ég bara að hvíla mig og koma röddinni í gang,“ sagði Páll Óskar hásum rómi í þættinum en hann sagðist ein­mitt vera á leið til hnykkjara og í nudd.

„Ég er bara með mig í bóm­ull,“ sagði hann og bætti við glettnis­lega: „Ég er mjög fljótur að jafna mig alltaf. Þetta er eins og mánu­dags­rödd eftir verslunar­helgi,“ segir Páll í sam­tali við K100.

Hann vonast þó til að geta haldið sam­bæri­lega af­mælis­tón­leika á næsta ári.

„Ég er ekkert hissa að ég hljómi svona,“ sagði hann jafn­framt. „Ég hef ekki fengið að gera svona í tvö ár. Þannig að auð­vitað er líkaminn í sjokki. Það er held ég eðli­legt. Þetta er eins og í­þrótta­maður sem fær varla að æfa sig eða keppa neitt í tvö ár en svo allt í einu hleypur hann mara­þon.“