Farþegi sem fékk hjartaáfall var hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair frá Íslandi til Seattle í Bandaríkjunum að kvöldi jóladags. Þetta kemur fram í Morgunblaðinuí dag.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var vélin komin yfir Grænland þegar farþeginn veiktist en um er að ræða bandarískan karlmann um sjötugt.
„Flugvélin, sem fór í loftið um kl. 17, var yfir Baffinslandi, sem er í nyrstu byggðum Kanada, þegar þetta gerðist. Flugfreyja og tveir læknar sem voru farþegar um borð hjálpuðu manninum en svo var þotunni lent í bænum Iqaluit í Kanada. Þar var farþeganum veika komið undir læknishendur. Flugvélin hélt svo eftir þetta áfram til vesturstrandar Bandaríkjanna, en atvikið tafði ferðina um tvær klukkustundir,“ segir í frétt Morgunblaðsins.