Ó­trú­legt björgunar­af­rek í flugvél Icelandair á jól­dag – flug­freyja og tveir farþegar hetjur

Far­þegi sem fékk hjarta­á­fall var hnoðaður til lífs um borð í þotu Icelandair frá Ís­landi til Seatt­le í Banda­ríkjunum að kvöldi jóla­dags. Þetta kemur fram í Morgun­blaðinuí dag.

Sam­kvæmt heimildum Morgun­blaðsins var vélin komin yfir Græn­land þegar far­þeginn veiktist en um er að ræða banda­rískan karl­mann um sjö­tugt.

„Flug­vélin, sem fór í loftið um kl. 17, var yfir Baffins­landi, sem er í nyrstu byggðum Kanada, þegar þetta gerðist. Flug­freyja og tveir læknar sem voru far­þegar um borð hjálpuðu manninum en svo var þotunni lent í bænum Iqaluit í Kanada. Þar var far­þeganum veika komið undir læknis­hendur. Flug­vélin hélt svo eftir þetta á­fram til vestur­strandar Banda­ríkjanna, en at­vikið tafði ferðina um tvær klukku­stundir,“ segir í frétt Morgun­blaðsins.

Fleiri fréttir