Karen Jónsdóttir frumkvöðull, stofnandi og eigandi Matarbúrs Kaju verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili í kvöld:
Í Matarbúri Kaju á Akranesi er að finna mörg leyndarmál þegar kemur að því að töfra fram sælkeramat úr lífrænum hágæða hráefnum sem gleðja líkama og sál. Matarbúr Kaju er allt í senn, heildasala, framleiðslustöð, verslun og lífrænt kaffihús sem býður upp á lífrænt kaffi, te, ýmiskonar bakkelsi og létta rétti og ýmis konar hollum kræsingum.
Karen Jónsdóttir eigandi Matarbúrs Kaju, sem er að öllu jöfnum kölluð Kaja, er konan á bak við þetta allt saman og er frumkvöðull á sínu sviði. Hún er iðin við að þróa nýjungar og koma með viðbót við flóruna sem þegar er komin á markað. „Allar vörurnar mínar eru lífrænar, umhverfisvænar og gæðin í hámarki,“ segir Kaja og ástríðan hennar felst í því að halda áfram að þróa vörurnar sínar og bæta við. Sjöfn Þórðar heimsækir Kaju uppá Skaga fær hana til að svipta hulunni af nýjustu afurðum Matarbúrs Kaju.
„Þara pastað er það nýjasta sem kemur fljótlega á markaðinn hjá okkur og er eitt af mínum uppáhalds réttum þessa dagana,“ segir Kaja og nefnir jafnframt að það sem setji punktinn yfir i-ð sé sjávarkeimurinn af ferska þara pastanu sem lokkar bragðlaukana. Kaja er sú eina hér á landi sem framleiðir ferskt pasta sem er kærkomin viðbót fyrir alla sælkera. Kaja sviptir hulunni af fleiri leyndardómsfullum sælkera réttum í þættinum í kvöld.
Missið ekki af matarupplifun Sjafnar hjá Kaju í þættinum kvöld.
Þátturinn Matur & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og er að jafnan ferskur, fjölbreyttur og með persónulegum blæ.