Ostasalatið fræga sem slóg í gegn hér um árið nýtur enn mikill vinsælda og hægt er að leika sér með brögð á því kexið eða snakkið sem það er sett á. Hér kemur uppskriftin af ostasalatinu úr smiðju Berglindar Hreiðars köku- og matarbloggara með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar. En Berglind ber hér ostasalatið fram með Finn Crisp snakki með Creamy Ranch bragði. Hver og einn getur valið sér sitt uppáhalds kex eða snakk og það er gaman að prófa sig áfram með vali á snakki eða kexi, hver fyrir sinn smekk.
Ostasalat og snakk
- 1 x Hvítlauks kryddostur
- 1 x Mexíkó kryddostur
- 1 rauð paprika
- 4 vorlaukar
- 15-20 rauð vínber
- 180 g (ein dós) sýrður rjómi
- 100 g majónes
- ½ tsk. salt
- ¼ tsk. pipar
- Finn Crisp snakk með Creamy Ranch bragði
- Skerið ostana niður í litla teninga og setjið í skál.
- Saxið papriku og vorlauk smátt og skerið vínberin í 4 hluta og hellið í skálina.
- Setjið að lokum sýrðan rjóma, majónes og krydd í skálina og blandið öllu varlega saman.
- Njótið með Finn Crisp snakki.
Hið sívinsæla ostasalat er tilvalið til að bjóða uppá í sumarbústaðinum./Ljósmyndir Berglind Hreiðars.
*Allt hráefnið fæst í Bónus.