Orkumikil mexíkósk kjúklingasúpa

Ég hef alltaf elskað kjúklingasúpur en einnig grænmetissúpur og það er mjög auðvelt að breyta þessari uppskrift yfir í grænmetissúpu með því að sleppa kjúklingnum og setja jafnvel gulrætur og brokkolí í staðinn, hvað sem hugurinn girnist.

Ég er alltaf eins, ég vil eyða minni tíma í að búa til matinn og lengri tíma í að gæða mér á honum með fjölskyldunni, svo ég gerði uppskrift sem tekur engan tíma að gera, en súpan er dásamlega góð og ég geri mun stærri skammt en við þurfum til að eiga afgang daginn eftir. Það má alveg minnka uppskriftina að vild, en við erum sex í fjölskyldunni og þessi uppskrift er vel rúmleg fyrir okkur.

2 dósir af Hunt’s Four Cheese

2 dósir af Hunt’s Roasted Garlic & Onion

1–1,5 lítrar vatn

2 grænmetisteningar

2 rauðlaukar

1 laukur

4-6 hvítlauksrif

1 paprika

chili duft

3 msk soja sósa

eldaður kjúklingur

Allt sett saman í pott nema kjúklingurinn og látið malla saman í góðan tíma, því lengur því betra. Ég hita Hunt´s sósurnar og vatnið á meðan ég sker niður laukana og paprikuna og set út í jafn óðum. Chili duftið er alveg eftir smekk hvers og eins, ég set kjúklinginn í síðast, þegar súpan hefur mallað í um það bil 45 mínútur en eins og áður sagði má sleppa honum og setja gulrætur og brokkolí í staðinn.

Eina sem er eftir er að njóta næstu tvo dagana.