Oreo í jólabúning sem allir Oreo aðdáendur munu elska

Berglind Hreiðarsdóttir einn af okkar ástsælustu köku- og matarbloggurum landsins er búin að töfra fram þessar dásamlegu fallegu jólakræsingar úr Oreo kexinu vinsæla sem bæði gleðja auga og munn.

Hér eru sannir jólalitir á ferðinni og eru allar þessar gómsætu hugmyndir ofur einfaldar, fallegar og bragðgóðar. Þær innihalda allar Oreo í einni eða annarri mynd svo Oreo elskendur ættu sannarlega að geta látið til sín taka fyrir þessi jólin. „Stelpurnar mínar elskuðu að fá að taka þátt í þessu gómsæta föndri svo ég hvet ykkur til að dúllast í þessu núna á aðventunni,“segir Berglind og er á því að samverustundirnar með fjölskyldunni í eldhúsinu í aðventu sé eitt það skemmtilegasta við undirbúning jólanna.

Þegar Berglind er annars vegar komu við aldrei að tómum kofanum og er hún iðin við að sýna lesendum sýnum handtökin við baksturinn og skreytingar. „Ég hafði umsjón með þessu skemmtilega myndbandi í samstarfi við Gerum daginn girnilegan svo hér sjáið þið skýrt hversu einfalt þetta er.“

Berglind situr aldrei auðum höndum og gaf út sælkera og uppskriftabókina Saumuklúbburinn í vetur sem hefur hlotið frábærar viðtökur og rennur út eins og heitar lummur. Þar má líka skyggnast í smiðju Berglindar og fá fjölmargar hugmyndir þegar góða sælkeraveislu gjöra skal og gleðja matgæðinga og kökuaðdáendur. Hægt er að fylgjast með blogginu hennar á síðunni: Gotteri og gersemar

Hér má sjá Oreo í jólabúningi að hætti Berglindar.

Oreo jóla 2.jpg

Jólasveinahúfur

  • Oreo kex
  • Driscoll‘s jarðarber
  • 1 dós tilbúið vanillukrem (400 g)
  • 100 g flórsykur
  1. Raðið kexi á disk og takið til tvo sprautupoka og stúta, annar má vera með litlum hringlaga stút og annar með aðeins stærri. Einnig er hægt að nota zip lock poka og klippa misstór göt á þá.
  2. Skerið efsta partinn af jarðarberjunum og leggið til hliðar.
  3. Hrærið saman kremi og flórsykri og setjið í pokana.
  4. Sprautið kremi á kexið, leggið jarðarber ofan á og sprautið lítinn dúsk á með kremi.
Oreo-23-683x1024 3.jpg

Hjúpuð jarðarber

  • Driscoll‘s jarðarber
  • Hvítt hjúpsúkkulaði (Candy melts)
  • Oreo Crumbs án krems
  1. Bræðið súkkulaðið (í örbylgjuofni eða vatnsbaði) og hafið í djúpu og grunnu íláti.
  2. Dýfið jarðarberjunum í súkkulaðið, hristið aðeins af og stráið Oreo Crumbs yfir.
  3. Raðið þeim á bökunarpappír á bakka og setjið í kæli fram að notkun.
Oreo-29-683x1024 5.jpg

Jólakex

  • Oreo kex
  • Hjúpsúkkulaði (hvítt, rautt, grænt)
  • Kökuskraut (jólalegt)
  1. Bræðið hjúpsúkkulaðið (í örbylgjuofni eða vatnsbaði) og hafið í djúpu og grunnu íláti.
  2. Dýfið kexi til hálfs, skafið lauslega af annarri hliðinni og leggið á bökunarpappír.
  3. Stráið kökuskrauti yfir áður en súkkulaðið storknar.
Oreo-30-683x1024 6.jpg

Myndir Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari hjá www.gotteri.is