Ómótstæðilega ljúffengt Fiski taco sem steinliggur

Hjónin Mjöll Daníelsdóttir og Guðmundur Viðarsson erum með veitingarekstur hjá stærsta golfklúbbi landsins, Golfklúbbi Reykjavíkur, sem er með tvö Klúbbhús og eru þau svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að því að gleðja bragðlaukana hjá gestum og gangandi. Eins og máltækið segir: „Maður er manns gaman,“ þá er matur líka manns gaman og spilar stórt hlutverk á golfvellinum alla daga.

Korpa Klúbbhús2604.jpg

Hvítlauksristaðar risarækjur með chili og naanbrauði kitla bæði auga og munn./Ljósmyndir Anton Brink.

Sérstaða Guðmundar eru fiskréttir

Hvað skyldi það nú vera sem heillar ykkur hjónin mest við að vera með rekstur á golfvellinum? „Það sem heillar mig mest við golfið og rekstur á golfvelli er útiveran, félagskapurinn og samvera með vinum bæði meðan á hring stendur og eftir að inn í klúbbhús er komið, borða góðan mat og fá sé einn ískaldan á krana.“ Mjöll og Guðmundur leggja mikið upp úr því að vera með fjölbreytan matseðil þar sem gæðin eru í fyrirrúmi. „Við leggjum áherslu á fjölbreyttan matseðli þar ferskt hráefni fær að njóta sín í okkar uppáhalds réttum. Við viljum ekki bara bjóða upp á hamborgara heldur gera rétti sem hæfa öllum og einnig sem hægt er að deila. Við leggjum sérstaka áherslu á fiskrétti sem hefur verið sérstaða hans Guðmundar.“ Hvað eru þið til að mynda að bjóða upp á? „Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval léttra rétta, fiskrétta og grillseðli ásamt því erum við með súrdeigspítsur. Réttur dagsins er alltaf fiskréttur og einnig erum við með grænmetisrétti svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum einnig upp á kökur sem við bökum sjálf, móðir Gumma kemur til okkar og bakar fyrir okkur alla botna, hún er 82 ára alveg einstök. Sjálf set ég síðan krem á kökurnar og við erum ávallt með eitthvað gott með kaffinu. Við bjóðum líka upp nýbakaðar pönnukökur alla daga .“

M&H korpa klúbbhús2587 pítsa.jpg

Súrdeigspítsurnar þykja mikið lostæti í Klúbbhúsinu.

Fiskipannan steinliggur

Við fengum Mjöll til að segja okkur frá vinsælustu réttunum á matseðlinum þeirra og jafnframt að svipta hulunni af uppskriftinni á einum réttinum þeirra sem nýtur mikilla vinsælda. „Fiskipannan er okkar allra vinsælasti réttur, þetta er sérstaða hans Guðmundar og fólk kemur aftur og aftur til að fá sér pönnu, nýlega bættum við fiskibollum á seðilinn eftir þrýstings frá gestum okkar og hafa þær verið að slá í gegn. Einnig er nauta-piparsteikin okkar gríðalega vinsæl.“ Loks er það Fiski taco-ið sem lokkar matargestina að sér eins og Mjöll orðar það. Við fengum Mjöll til að deila með lesendum uppskriftinni af Fiski taco-inu sem hefur notið mikilla vinsælda og er einn af þeim réttum sem er upplagt að deila með fleiri smáréttum, sem er hver öðrum betri enda er Guðmundur annálaður fyrir sína ljúffengu sælkerarétti sem enginn stenst.

M&H korpa klúbbhús2600 fiski taco 2.jpg

Fiski taco að hætti Guðmundar

3 litlar tortillakökur (um það bil 6 tommur)

1 stykki af þorskhnakka

heimatilbúið hrásalat eftir smekk

pikklaður rauðlaukur eftir smekk

sýrður rjómi eftir smekk

kóriander eftir smekk

sriracha HOT chili sauce eftir smekk

Hrásalat

Hvítkál, gulrætur, majones og salatdressing, skorið smátt og öllu velt saman.

Þorskur

Skorin í þrjá 50 gramma bita. Bæði hægt að djúpsteika (þá er hann velt uppúr tempura deigi) eða steikja á pönnu. Tortilla kökurnar grillaðar eða hitaðar á pönnu

Sósa og salat sett á tortillu og fiskur ofan á, rauðlaukur, sýrður rjómi og kóriander sett ofan á fiskinn. Gott er að bera fiskitacoið fram með fersku guacamole, salsasósu og nachos flögum.

Njótið vel.

M&H Mjöll Daníelsdóttir og Guðmundir Viðarsson .jpg

Hjónin Mjöll Daníelsdóttir og Guðmundur Viðarson matreiðslumeistari eru einstaklega samhent og njóta þess að taka á móti matargestum og töfra fram sælkerarétti.