Ómótstæðilega ljúffengar Banana- og súkkulaði bollakökur

Bakstur gefur gull í mund og ekkert dásamlegra en að fá sér eitthvað ljúffengt með kaffinu um helgar. Hér er ein skothelt uppskrift af Banana- og súkkulaði bollakökum sem bráðna í munni úr smiðju Sjafnar Þórðar. Tilvalið er að fá sér heimalagað heitt súkkulaði með þessum ómótstæðilega ljúffengu bollakökum.

Helgarkaffið.jpg

Banana- og súkkulaði bollakökur

  • 2 egg
  • 110 g brætt smjör
  • 2 þroskaðir bananar (stappaðir)
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 230 g hveiti
  • 180 g sykur
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. matarsódi
  • ¼ tsk. salt
  • 1 ½ tsk. kanill
  • 100 g suðusúkkulaði eða súkkulaði að eigin vali saxað, má vera meira

Aðferð:

  1. Hitið ofninn 200°C
  2. Blandið öllum þurrefnunum saman og setjið til hliðar í skál.
  3. Hrærið eggin, brædda smjörinu og stöppuðum banönum saman ásamt vanilludropum vel saman.
  4. Bætið þurrefnunum smátt og smátt saman við þar til vel blandað.
  5. Þegar blandan er tilbúin bætið við saxaða súkkulaðinu með sleif.
  6. Skiptið niður í um 12 bollakökuform og bakið í um það bil 15-20 mínútur í 200°C heitum ofni.
Banana og súkkulaðibolla kökur.jpg

Berið fram með heitu súkkulaði eða kaffi eftir smekk hvers og eins ásamt ferskum berjum.

Banana- og súkkulaði bollakaka.jpg

Njótið hvers munnbita.

*Allt hráefnið fæst í Bónus