Sjöfn Þórðar þáttastjórnandi bregður út af vananum í kvöld og býður áhorfendum í eldhúsið sitt þar sem hún ætlar að útbúa djúpsteiktan kjúkling og bera fram á vöfflum að New Orleans Hood Style. Uppskriftina fékk Sjöfn hjá Friðgeiri Helgasyni matreiðslumeistara sem býr út í Los Angeles en hann hefur meðal annars verið yfirkokkurinn á Hótel Flatey síðastliðin sumur og hefur komið með ferska strauma inn í matargerðina frá New Orleans.
Sjöfn Þórðardóttir þáttastjórnandi þáttarins Matur og Heimili bregður stundum út af vananum og býður áhorfendum í eldhúsið til sín./Fréttablaðið Valli.
Friðgeir, sem ávallt er kallaður Geiri kokkur, segir að hann hafi ekki síður lært jafn mikið af aðstoðarkonunum í eldhúsinu á fínu veitingastöðunum eins öllum fínu og merkilegu matreiðslumeisturunum. Þar segist hann til að mynda hafa lært að gera ekta djúpsteiktan kjúkling eins og hann gerist bestur og ein af mörgum leiðum til að bera hann fram er með vöfflu. Sjöfn var svo heppin að fá Geira til gefa sér uppskriftina og leyfir áhorfendum að njóta þessa í kvöld.
Missið ekki af Sjöfn í eldhúsinu framreiða nýstárlegan og girnilegan djúpsteiktan kjúkling á vöfflu í kvöld í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut.
Þátturinn er frumsýndur kl.19.00 í kvöld og fyrsta endursýning er kl.21.00.