Omnom súkkulaðigerðin fagnar 7 ára afmæli með afmæliskökuísrétti á matseðli vikunnar

Mynd Omnom súkkulaðigerðin

Súkkulaðigerðin Omnom að Hólmaslóð 4 fagnar 7 ára afmæli í vikunni og þá er að sjálfsögðu boði uppá nýjung í nýjustu viðbót Omnom súkkulaðigerðarinnar sælkeraísbúð Omnom sem hefur slegið í gegn. Í tilefni af 7 ára afmæli Omnom verður afmæliskökuísréttur á matseðli vikunnar. Þar sem Sea Salted Toffee súkkulaðið þeirra er loksins komið aftur í framreiðslu, fannst súkkulaðigerðarmanninum Kjartani Gíslasyni tilvalið að bjóða því upp í afmælisdans og leiða réttinn.

„Við erum búin að baka dúnmjúka blondie köku sem inniheldur Sea Salted Toffee bita, ofan á það kemur mascarpone-krem sem einnig inniheldur okkar ljúffenga Sea Salted Toffee súkkulaði. Þar á eftir fylgir yndislega sæt-súr sulta búin til úr jarðaberjum og sítrónum og til að toppa svo öll herlegheitin er afmæliskökupinni umvafin regnbogakökukurli“, segir Kjartan.

Afmælisísinn er einungis á boðstólnum út vikuna og eru allir ísréttirnir á 1390,- krónur.

Afmæliskökuísréttur Omnom í tilefni 7 ára afmælissins

Dúnmjúkir blondie kökubitar með Sea Salted Toffee

Mascarpone-krem með Sea Salted Toffee

Jarðaberja-sítrónusulta

Afmæliskökupinni