Ólöf Tara opnar sig um mynd af henni sem fór í dreifingu: „Fokking ógeð!“

Einkaþjálfarinn og aðgerðasinninn Ólöf Tara Harðardóttir, ein meðlima Öfga, hefur lent í því að mynd af henni sem var einungis ætluðum einum fór í dreifingu.

„Algengi þess að myndum sé dreift að kvk er svo orðin partur af norminu eins & allt annað ofbeldi,“ segir hún á Twitter.

„Kærasti minn á sínum tíma sendi vinum sínum mynd af mér, á meðan við vorum saman. Bara svona til að monta sig. Það skal svo engan undra að það var auðvitað ofbeldissamband.“

Ólöf Tara segir að minnst fjórir einstaklingar hafi fengið myndina.

„Það var einungis EINN sem hafði þann manndóm að segja mér frá því.“

Aðrir létu eins og ekkert væri:

„Menn sem bara spjölluðu við mig um daginn og veginn… Fokking ógeð!“

Ólöf Tara er alls ekki sú eina sem hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi sem þessu en Edda nokkur segir:

„Minn sendi ekki (svo ég viti) myndir af mér en hann bauð þeim að skoða þær með sér í símanum hjá sér.“