Verkfall olíubílstjórar hófst í hádeginu í dag og kom fjöldi þeirra saman á baráttu-og upplýsingafundi Eflingar í Hörpunni sem hófst klukkan 12 í dag.
Meðal þeirra er Rögnvaldur Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi. Hann segist styðja verkfallið og er sáttur með samninganefnd Eflingar. „Ég er sáttur við að fá hærri laun og ég er sáttur með Eflingu, hundrað prósent,“ segir Rögnvaldur.
„Ég er svo gamall að það er gott að fá smá frí,“ segir Rögnvaldur, en hann hefur litlar áhyggjur á því að verkfallið gæti dregist á langinn.
Alex Karl Davíðsson hjá Olíudreifingu segir að það sé mikill samhugur hjá bílstjórunum. Hann segir að gömlu samningarnir væru orðnir úreltir og það sé kominn tími á nýjan og bættan samning.
„Ég vinn frekar hættulega vinnu. Ég er að fara upp í námur og framkvæmdarsvæði. Þú ert í snertingu við eiturefni og gufur frá gasolíu og það er ýmislegt lagt á mann. Vinnuálagið er það mikið að mér finnst réttlát að endurnýja samninga og að við fáum góðan nýjan samning. Það er það sem ég vonast eftir,“ segir Alex.
Hægt er að lesa meira hér.