Ólína Þorvarðardóttir átti aldrei möguleika á að hreppa embætti þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Hún kemur nú fram í miklu reiðikasti og vænir Þingvallanefnd um pólitísk hrossakaup þegar hún valdi Einar Sæmundssen til embættisins en ekki hana.
Það er nánast fyndið að fylgjast með viðbrögðum Ólínu. Hún ætti að muna eftir mestu og ljótustu hrossakaupum seinni tíma á Íslandi þegar vinstri stjórnin 2009-2013 skipulagði aðför að Geir Haarde þannig að hann var einn dreginn fyrir Landsdóm. Þá fór fram vönduð hausatalning í þinginu og Ólína kaus með því að ákæra Geir.
Sjálfstæðismenn reyna að hefna fyrir það níðingsverk þegar þeir ráða við það eins og núna gagnvart Ólínu.
Þess utan liggur það fyrir að Ólína á ekki gott með samstarf við annað fólk. Hún hrökklaðist frá embætti rektors Menntaskólans á Ísafirði vegna átaka og illinda. Skólinn var við það að springa í loft upp vegna ofríkis hennar.
Meira að segja Samfylkingin hafnaði Ólínu í prófkjöri í NV-kjördæmi og valdi Guðjón Brjánsson til að gegna þingmennsku í stað hennar.
Það þarf því enginn að vera undrandi á niðurstöðu Þingvallanefndar. Það er ekki nóg að hafa margar háskólagráður ef hæfileika til mannlegra samskipta skortir. Georg Bjarnfreðarson hafði FIMM háskólagráður og það dugaði honum skammt.
Rtá.