Örvæntingin hefur náð tökum á Davíð Oddssyni í kosningabaráttunni. Hann mælist með 17% stuðning í skoðanakönnunum á sama tíma og verðandi forseti er með 67% fylgi.
Þá er gripið til ódýrustu tegundar af brellum. Davíð segist tilbúinn að gerast forseti án þess að þiggja laun og ætlar með því að spara þjóðinni 30 milljónir króna á ári.
Þvílík hræsni af hálfu mannsins sem setti Seðlabanka þjóðarinnar á hausinn árið 2008 og það kostaði okkur 300 milljarða króna. Davíð þyrfti að vera ókeypis forseti í 10,000 ár og spara 30 milljónir á ári til að borga þjóðinni til baka tjónið sem hann olli með því að setja Seðlabsnka Íslands á hausinn.
Þá vill hann draga stórlega úr utanferðum forseta. Auðvitað vill Davíð það. Hann er heimalingur, hefur aldrei búið erlendis og er á móti útlöndum og útlendingum, einkum Evrópubúum.
Þökkum boðið. Nei, takk.