Ofgnótt bætiefna eykur líkur á krabba

Of mikil neysla á vítamínum og bætiefnum eykur ekki hreysti líkamans heldur getur hún haft þveröfug áhrif að því er vísindamaðurinn Tim Byers segir eftir að hafa rannsakað inntöku fólks á þessum efnum í yfir tuttugu ár. Hann segir að minnsta kosti ljóst að mikil neysla þeirra minnki ekki líkurnar á krabbameini. Dr. Byers starfar við Háskólann í Colorado og segir ástæðuna fyrir því að hann byrjaði á rannsókninni vera þá að hann vildi vita af hverju fólk sem borðar meira af ávöxtum og grænmeti virðist ólíklegra til þess að fá krabbamein. Þá fór hann að skoða hvort það voru einhver ákveðin vítamín í ávöxtum og grænmeti sem höfðu jákvæð áhrif á heilsu mannfólks. Eftir því sem leið á rannsóknina kom hins vegar í ljós að eftir því sem neysla vítamíntaflna og bætiefna jókst á fólki virtust sem líkurnar ykjust á krabbameini.